Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 07:47 Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Ebrahim Rasool, sendiherra Suður-Afríku í Bandaríkjunum. NTB Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lýsti því yfir í gær að sendiherra Suður-Afríku væri ekki lengur velkominn í Bandaríkjunum. Rubio sagði Ebrahim Rasool ýta undir rasisma og að sagði sendiherrann hata Bandaríkin og Donald Trump, forseta. Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi. Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Rubio lýsti þessu yfir á X, samfélagsmiðli Elons Musk, auðugasta manns heims og náins bandamanns Trumps, sem er einnig frá Suður-Afríku og hefur lengi gagnrýnt yfirvöld þar vegna laga sem hann og Trump segja brjóta á hvítum landeigendum þar. Stutt er síðan Trump hætti þróunaraðstoð til Suður-Afríku vegna þessara laga. Hefur hann einnig lýst því yfir að hann ætli að bjóða hvítum Suður-Afríkumönnum stöðu flóttamanna í Bandaríkjunum. Ríkisstjórn Suður-Afríku hefur neitað því að umrædd lög beinist gegn hvítu fólki og að ummæli Trumps í garð ríkisins einkennist af upplýsingaóreiðu og ósannindum. Í einföldu máli sagt á lögunum að vera ætlað að gera yfirvöldum kleift að leggja hald á land sem ekki er í notkun eða í tilfellum þar sem það þykir þjóna almannahagsmunum og veita öðrum það land. Að hluta til er lögunum ætlað að koma til móts við svarta menn sem misstu land í hendur hvítra Suður-Afríkumanna á árum áður. Musk hefur einnig gagnrýnt yfirvöld í Suður-Afríku fyrir að eiga ekki í viðskiptum við SpaceX vegna gervihnattaþyrpingarinnar Starlink og hefur hann haldið því fram að það sé vegna þess að hann sé ekki svartur á hörund. Þá hefur ríkisstjórn Suður-Afríku barist fyrir því að Alþjóðadómstóllinn beiti sér gegn Ísrael, vegna hernaðar þeirra á Gasaströndinni og annarra aðgerða gegn Palestínumönnum. Hvorki Rubio né utanríkisráðuneytið hafa sagt nákvæmlega af hverju Rasool er óvelkominn í Bandaríkjunum en í yfirlýsingu hans á X vísaði ráðherrann í frétt frá hægri miðlinum Breitbart, þar sem fjallað er um fjarfund sem Rasool sótti og þar mun hann meðal annars hafa sagt að Trump leiddi heimshreyfingu hvítra þjóðernissinna. South Africa's Ambassador to the United States is no longer welcome in our great country.Ebrahim Rasool is a race-baiting politician who hates America and hates @POTUS.We have nothing to discuss with him and so he is considered PERSONA NON GRATA.https://t.co/mnUnwGOQdx— Secretary Marco Rubio (@SecRubio) March 14, 2025 Rasool ólst upp í Höfðaborg þar sem fjölskyldu hans var vísað á brott vegna þess að hún bjó á svæði sem átti að tilheyra eingöngu Hvítu fólki. Hann barðist gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á árum áður og sat í fangelsi vegna þeirrar baráttu. Í ummælum sínum á áðurnefndum fjarfundi sagði hann meðal annars að átak Trump-liða og MAGA-hreyfingarinnar gegn verkefnum sem snúa að fjölbreytni, jafnrétti og inngildingu og eru gjarnan kölluð DEI-verkefni, mætti í grunninn rekja til viðbragða hvítra manna við þeirri þróun að hlutfallslega færi þeim fækkandi í Bandaríkjunum. Vísaði hann einnig til ummæla Musks og aðgerða í garð fjar-hægri afla í Evrópu og kallaði það hundaflautu til fólks sem telur sig tilheyra samfélagi hvítra, sem setið sé um. AP fréttaveitan segir Rasool ekki hafa beint orðum sínum beint að Trump heldur talað um hreyfingu hans og ríkisstjórn. Í frétt AP kemur fram að afar sjaldgæft sé að sendiherrum annarra ríkja sé vísað frá Bandaríkjunum. Lægra settum erindrekum hafi oft verið vísað á brott en jafnvel á mestu spennutímum kalda stríðsins, eftir afskipti Rússa af bandarískum stjórnmálum og eftir að Rússar eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans með taugaeitri í Bretlandi, hafi sendiherra Rússa eða sendiherra Bandaríkjanna í Rússlandi, ekki verið vísað úr landi.
Bandaríkin Suður-Afríka Donald Trump Elon Musk Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Fleiri fréttir Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent