Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2025 14:38 Þessir skór eru meðal þeirra muna sem fundust í kjallara á búgarðinum. AP/Saksóknarar í Jalisco-héraði Mexíkóskir sjálfboðaliðar í leit að týndum ættingjum sínum römbuðu í síðustu viku á yfirgefinn búgarð sem hefur í kjölfarið verið lýst sem „útrýmingarbúðum“. Þar fundu sjálfboðaliðarnir þrjá líkbrennsluofna neðanjarðar, brenndar líkamsleifar, beinflísar og aragrúa skóa og annarra persónulegra muna. Síðan búgarðurinn, sem er skammt frá bænum La Estanzuela í Jalisco héraði fannst hafa yfirvöld á svæðinu sagt að þar hafi einnig fundist töluvert af skothylkjum og er talið að staðurinn hafi verið notaður sem þjálfunarbúðir fyrir glæpasamtök. Sjálfboðaliðarnir fundu búgarðinn eftir að þeim barst nafnlaus ábending um hann, samkvæmt leiðtoga þeirra. Rúmlega 120 þúsund Mexíkóar eru týndir, samkvæmt opinberum gögnum sem byrjað var að safna árið 1962 og AP fréttaveitan vitnar í. Talið er að það sé algjört lágmark. Staðir sem þessir hafa fundist reglulega í landinu á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna þess að ættingjar hinna týndu vinna í meira mæli þá vinnu sem yfirvöld hafi ekki gert nægjanlega vel hingað til. Það er að leita að týndu fólki. Lögregluþjónar fundu búgarðinn fyrst í september og leituðu þá þar en þeir fundu ekki líkbrennsluna og hina munina, að nokkrum skothylkjum og einhverjum beinflísum undanskildum. Lögregluþjónar fundu þó tvær manneskjur sem voru í haldi á bústaðnum og eitt lík vafið í plast. Leitinni var þó hætt en ekki liggur fyrir af hverju. Izaguirre Ranch búgarðurinn í Mexíkó. Ríkissaskóknari landsins hefur tekið yfir rannsókn þar eftir að sjálfboðaliðar fundu líkbrennsluofna og aðra muni sem benda til þess að fjölmargir hafi verið brenndir þar.AP/Alejandra Leyva Ekki búið að bera kennsl á lík Sjálfboðaliðarnir hafa birt myndir af þeim 493 munum sem hafa fundist á búgarðinum en samkvæmt frétt El País hefur fyrirspurnum rignt yfir þá frá ættingjum þeirra þúsunda sem eru týndir í landinu. Í einhverjum tilfellum er fólk að spyrjast fyrir um ættmenni sín sem hurfu fyrir mörgum árum og hafa þau engin svör fengið. New York Times segir ekki búið að bera kennsl á eitt lík í búgarðinum og er ekki heldur vitað hverjir eða hvaða glæpasamtök stjórnuðu honum. Ríkissaksóknari Mexíkó tók í þessari viku yfir rannsókninni að ósk Claudia Sheinbaum, forseta Mexíkó. Leitað á búgarðinum.AP/Marco Ugarte Talið er mögulegt að búgarðurinn hafi verið undir stjórn glæpamanna Jalicso-samtakanna. Það eru nokkuð umsvifamikil glæpasamtök sem hafa verið að styrkja stöðu sína í Mexíkó á undanförnum árum og þá aðallega með framleiðslu Fentanyls og sölu þess í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig stundað ólöglegt skógarhögg, mansal og fjárkúgun, svo eitthvað sé nefnt. Fentanyl hefur dregið fjölda fólks til dauða í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótað því að beita her sínum gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá hafa mikil átök milli glæpagengja í Mexíkó valdið gífurlegum usla og hafa fjölmörg ódæði verið framin þar vegna þeirra. Segjast hafa verið þvingaðir til að brenna lík Spjótin hafa meðal annars beinst að Jalisco samtökunum vegna umsvifa þeirra í samnefndu héraði og hafa þau verið bendluð við fjölda morða, mannshvarfa og fjöldagrafir sem fundist hafa á svæðinu. Sjálfboðaliðarnir sem fundu búgarðinn segja að í kjölfarið hafi þeir fengið skilaboð frá nokkrum aðilum sem sögðust hafa fengið þar þjálfun í vopnabeitingu og pyntingum. Þeir sögðu búgarðinn einnig hafa verið notaðan til að láta fórnarlömb glæpamanna hverfa. Leiðtogi sjálfboðaliðanna sagði skilaboðin hafa komið frá ungum frá öðrum héruðum Mexíkó sem hefðu verið plataðir til Jalisco undir fölskum forsendum og fluttir á búgarðinn. Einn maður sagði þeim að hann hefði verið þvingaður til að brenna lík og það hefði verið hluti af þjálfun hans. Ef þeir neituðu voru þeir stundum myrtir og fóðraðir ljónum. Rannsóknin á búgarðinum er nokkuð umfangsmikil.AP/Marco Ugarte Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Síðan búgarðurinn, sem er skammt frá bænum La Estanzuela í Jalisco héraði fannst hafa yfirvöld á svæðinu sagt að þar hafi einnig fundist töluvert af skothylkjum og er talið að staðurinn hafi verið notaður sem þjálfunarbúðir fyrir glæpasamtök. Sjálfboðaliðarnir fundu búgarðinn eftir að þeim barst nafnlaus ábending um hann, samkvæmt leiðtoga þeirra. Rúmlega 120 þúsund Mexíkóar eru týndir, samkvæmt opinberum gögnum sem byrjað var að safna árið 1962 og AP fréttaveitan vitnar í. Talið er að það sé algjört lágmark. Staðir sem þessir hafa fundist reglulega í landinu á undanförnum árum. Er það að hluta til vegna þess að ættingjar hinna týndu vinna í meira mæli þá vinnu sem yfirvöld hafi ekki gert nægjanlega vel hingað til. Það er að leita að týndu fólki. Lögregluþjónar fundu búgarðinn fyrst í september og leituðu þá þar en þeir fundu ekki líkbrennsluna og hina munina, að nokkrum skothylkjum og einhverjum beinflísum undanskildum. Lögregluþjónar fundu þó tvær manneskjur sem voru í haldi á bústaðnum og eitt lík vafið í plast. Leitinni var þó hætt en ekki liggur fyrir af hverju. Izaguirre Ranch búgarðurinn í Mexíkó. Ríkissaskóknari landsins hefur tekið yfir rannsókn þar eftir að sjálfboðaliðar fundu líkbrennsluofna og aðra muni sem benda til þess að fjölmargir hafi verið brenndir þar.AP/Alejandra Leyva Ekki búið að bera kennsl á lík Sjálfboðaliðarnir hafa birt myndir af þeim 493 munum sem hafa fundist á búgarðinum en samkvæmt frétt El País hefur fyrirspurnum rignt yfir þá frá ættingjum þeirra þúsunda sem eru týndir í landinu. Í einhverjum tilfellum er fólk að spyrjast fyrir um ættmenni sín sem hurfu fyrir mörgum árum og hafa þau engin svör fengið. New York Times segir ekki búið að bera kennsl á eitt lík í búgarðinum og er ekki heldur vitað hverjir eða hvaða glæpasamtök stjórnuðu honum. Ríkissaksóknari Mexíkó tók í þessari viku yfir rannsókninni að ósk Claudia Sheinbaum, forseta Mexíkó. Leitað á búgarðinum.AP/Marco Ugarte Talið er mögulegt að búgarðurinn hafi verið undir stjórn glæpamanna Jalicso-samtakanna. Það eru nokkuð umsvifamikil glæpasamtök sem hafa verið að styrkja stöðu sína í Mexíkó á undanförnum árum og þá aðallega með framleiðslu Fentanyls og sölu þess í Bandaríkjunum. Samtökin hafa einnig stundað ólöglegt skógarhögg, mansal og fjárkúgun, svo eitthvað sé nefnt. Fentanyl hefur dregið fjölda fólks til dauða í Bandaríkjunum og víðar á undanförnum árum og hefur Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hótað því að beita her sínum gegn glæpasamtökum Mexíkó. Þá hafa mikil átök milli glæpagengja í Mexíkó valdið gífurlegum usla og hafa fjölmörg ódæði verið framin þar vegna þeirra. Segjast hafa verið þvingaðir til að brenna lík Spjótin hafa meðal annars beinst að Jalisco samtökunum vegna umsvifa þeirra í samnefndu héraði og hafa þau verið bendluð við fjölda morða, mannshvarfa og fjöldagrafir sem fundist hafa á svæðinu. Sjálfboðaliðarnir sem fundu búgarðinn segja að í kjölfarið hafi þeir fengið skilaboð frá nokkrum aðilum sem sögðust hafa fengið þar þjálfun í vopnabeitingu og pyntingum. Þeir sögðu búgarðinn einnig hafa verið notaðan til að láta fórnarlömb glæpamanna hverfa. Leiðtogi sjálfboðaliðanna sagði skilaboðin hafa komið frá ungum frá öðrum héruðum Mexíkó sem hefðu verið plataðir til Jalisco undir fölskum forsendum og fluttir á búgarðinn. Einn maður sagði þeim að hann hefði verið þvingaður til að brenna lík og það hefði verið hluti af þjálfun hans. Ef þeir neituðu voru þeir stundum myrtir og fóðraðir ljónum. Rannsóknin á búgarðinum er nokkuð umfangsmikil.AP/Marco Ugarte
Mexíkó Erlend sakamál Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent