Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2025 12:21 Arnar Gunnlaugsson á hliðarlínunni sem þjálfari Víkings en nú styttist í fyrsta landsleik Íslands undir hans stjórn. Vísir/Anton Brink Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, segist ekki hafa áttað sig á því hversu tímafrekt starfið yrði. Líkt og hjá félagsliðum virðist vanta fleiri klukkustundir í sólarhringinn. Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Arnar tók við landsliðinu í janúar en hann hafði verið þjálfari Víkings frá árinu 2018 og raðað þar inn titlum. Landsliðsþjálfarastarfið er frábrugðið af því að minna er um æfingar og leiki. Hann segir vinnuna alls ekki vera minni en í Víkinni. Síðustu vikur hafa farið í það að ræða málin við leikmenn og komast að niðurstöðu varðandi fyrsta landsliðshópinn sem hann kynnti svo í vikunni yfir komandi leiki við Kósóvo í umspili Þjóðadeildar Evrópu. Valur Páll Eiríksson ræddi við Arnar og spurði hann út í hvað hann hafi verið að gera fyrstu vikurnar í nýja starfinu. „Þetta er miklu erfiðara starf en maður heldur hvað varðar tímafaktorinn og að skipuleggja tímann sinn,“ sagði Arnar Gunnlaugsson „Þú heldur þegar það eru þrír mánuðir í leik að það sé nægur tími til stefnu. Svo byrja dagarnir að tikka. Þú verður því að vera vel skipulagður og mitt helsta hlutverk er bara að fylgjast vel með leikmönnum og sjá hvar þeir eru staddir í hvert skipti,“ sagði Arnar. „Sjá til þess að hópurinn sem á endanum er valinn sé í góðu jafnvægi. Að menn séu nokkuð fit. Í draumastöðu væru allir að spila, allir í byrjunarliði og allir lykilmenn í sínum félagsliðum. Svo er bara ekki raunin hjá svona þjóð eins og Íslandi,“ sagði Arnar. „Þá ferðu í það næstbesta að þeir séu í góði andlegu jafnvægi og ekki búnir að vera meiddir lengir og þar fram eftir götunum. Þetta er heljarinnar púsluspil sem er krefjandi og skemmtilegt,“ sagði Arnar en hvernig er hefðbundinn dagur hjá Arnari? „Ég er bara að gera það sama og í Víkinni. Stundum mæti ég á skrifstofuna, stundum er ég að vinna á kaffistofum og stundum er ég að vinna heima. Þetta er ekki níu til fimm vinna og þú getur verið að vinna langt fram eftir kvöldi. Tekið þér frí fyrir hádegi og verið fram að miðnætti,“ sagði Arnar. „Þetta er bara sveigjanlegt starf en mín reynsla af þessu er að þú þarft fleiri klukkutíma í sólarhringinn til þess að gera sinnt þessu almennilega,“ sagði Arnar en það má sjá frétt Vals hér fyrir neðan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn