Þarf meira til en samnýtingu innviða eigi að minnka kostnað fjármálakerfisins

Þótt að það tækist að stuðla samnýtingu á innviðum íslenskra banka þá myndi það eitt og sér ekki leiða til mikillar lækkunar á kostnaði og myndi sömuleiðis ekki skila þeim „verulega ávinningi“ sem fjármálakerfið og hagkerfið þarf á að halda, að mati stjórnarformanns Arion, og var aðalástæða þess að bankinn vildi láta reyna á sameiningu við Íslandsbanka. Hann segir Ísland enn vera með „hlutfallslega stórt“ og um margt óskilvirkt fjármálakerfi, en það birtist meðal annars í þeim viðbótarkostnaði sem fylgir því að bönkunum er gert að fjármagna sig að stærri hluta með eigið fé en þekkist í öðrum löndum.
Tengdar fréttir

Stór bankafjárfestir segir óhóflegar eiginfjárkröfur kosta samfélagið tugi milljarða
Langsamlega stærsti einkafjárfestirinn í Kviku og Arion gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vilja ekki „taka á rót vandans“ í íslensku bankakerfi sem hann segir vera „óhóflegar“ eiginfjárkröfur og kosti heimili og atvinnulífið árlega tugi milljarða vegna meiri vaxtamunar en ella. Forstjóri Stoða hefði viljað sjá vaxtalækkunarferlið hefjast strax á síðasta fundi og brýnir Seðlabankann sem hann telur að sé „oft sinn versti óvinur“ í að ná niður verðbólguvæntingum með svartsýnum spám sínum um verðbólguhorfur.

Norrænir eftirlitsstjórar segja brýnt að fjármálaregluverk ESB verði einfaldað
Stjórnendur norrænna fjármálaeftirlitsstofnana, meðal annars Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, hafa beint því formlega til Evrópusambandsins að það verði að einfalda hið viðamikla og flókna regluverk sem kemur frá sambandinu og nær til starfsemi fjármálafyrirtækja og verðbréfamarkaða. Í sameiginlegu bréfi til sambandsins segja þeir stjórnmálamenn og almenning ætlast til þess að reglurnar séu einfaldaðar með áherslu á áhættumiðað eftirlit og minni byrðar á fyrirtæki.

Gullhúðun gerir óverðtryggð lán með föstum vöxtum dýrari
Gullhúðun, sem átti að verja neytendur, gerir það að verkum að óverðtryggð lán með föstum vöxtum eru dýrari en annars væri, segir framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka. Þegar reglur séu settar þurfi að fylgja þeim vel eftir, horfa á stóru myndina og meta heildaráhrifin til lengri tíma. Samtök fyrirtækja í fjármálaþjónustu hafa sagt að fyrirkomulagið smitist yfir í skuldabréfamarkað því bankar geti fyrir vikið ekki fjármagnað sig með löngum sértryggðum skuldabréfum á móti fastvaxtaíbúðalánum.

„Engin takmörk“ virðast vera á sívaxandi útþenslu eftirlitsiðnaðarins
Fráfarandi stjórnarformaður Arion skaut föstum skotum á það sem hann kallaði „sístækkandi og íþyngjandi hlutverk eftirlitsiðnaðarins“ á aðalfundi bankans fyrr í dag og sagði þá þróun valda honum áhyggjum í starfsumhverfi fyrirtækja á Íslandi, einkum í bankarekstri. Engin takmörk væru á útþenslu slíkra stofnana og starfsfólk þess virtist oft þurfa að sanna tilvist sína með því að kalla sífellt eftir strangri eftirliti og fleiri skýrslum.

Stjórnendur Arion segja „hamlandi starfsumhverfi“ kalla á meiri vaxtamun
Æðstu stjórnendur Arion gagnrýndu „hamlandi starfsumhverfi“ hér á landi á aðalfundi bankans í gær, sem þýddi að vaxtamunur þyrfti að vera hærri en ella til að ná fram sambærilegri arðsemi og erlendir keppinautar þeirra, og kölluðu eftir því að stjórnvöld myndu „jafna leikinn.“ Íslenskir bankar greiddu í fyrra um 70 til 80 prósent meira í heildarskatta borið saman við aðra norræna banka, að sögn bankastjóra Arion.