Færeyjar og Holland gerðu jafntefli í Færeyjum fyrir fjórum dögum en í dag þá mættu Færeyingar til Hollands og unnu eins marks sigur, 32-31, í æsispennandi leik.
Staðan var jöfn í hálfleik, 15-15, en Færeyingar tóku frumkvæðið með því að skora fimm af fyrstu sjö mörkum seinni hálfleiks.
Færeyska liðið var tveimur mörkum yfir á lokamínútu leikins en hollenska liðið skoraði lokamark leiksins.
Elias Ellefsen á Skipagötu var markahæstur í færeyska liðinu með átta mörk, Óli Mittún soraði sex mörk og Valsmaðurinn Allan Nordberg var með fimm mörk eins og þeir Hákun West Av Teigum og Ísak Vedelsbøl.