Í hverfi 105 var einn einstaklingur handtekinn á vettvangi en hann var í annarlegu ástandi og með fíkniefni í fórum sínum. Einstaklingurinn var færður í fangaklefa. Lögreglu barst tilkynning um aðra líkamsárás í hverfi 108 og lýsir öðrum einstaklingi í annarlegu ástandi sem færður var í fangaklefa.
Í hverfi 113 barst lögreglu tilkynning um yfirstaðna líkamsárás og tekin var framburðarskýrsla af brotaþola. Stuttu seinna rákust lögreglumenn á grunaðan geranda í hverfi 112 og tóku af honum framburð. Grunaði gerandinn var svo látinn laus.
Einnig barst tilkynning um húsbrot í hverfi 112 og þjófnaði úr verslun í hverfi 201.