Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 16. mars 2025 21:21 Sigrún Ósk Steinarsdóttir setti af stað undirskriftarlista til að koma í veg fyrir lokun Janusar endurhæfingar. Hún segir að úrræðið hafi breytt lífi hennar. Vísir/Sigurjón Ungmenni með fjölþættan vanda sem hafa fengið fjölbreytta geðheilbrigðisþjónustu hjá Janusi endurhæfingu eru uggandi yfir því að þjónustan færist undir VIRK þegar Janus lokar þann 1. júní. Þau hafa sett af stað undirskriftalista til að skora á stjórnvöld að halda úrræðinu opnu svo fleiri geti sótt hjálpina sem þau hafa notið. Sigrún Ósk Steinarsdóttir er rúmlega tvítug ung kona sem hefur verið þátttakandi í starfi Janusar endurhæfingar í eitt ár og segir það hafa breytt lífi sínu. Hún segir þátttakendur kvíða framhaldinu sem vita ekki hvað tekur við þegar Janus endurhæfing lokar þann 1. júní. Janus hefur veitt geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda á aldrinum 18-30 ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem einnig var rætt við aðstandendur ungmennis. „Það hefur náttúrlega verið stór hluti af lífinu mínu að komast aftur í samfélagið og Janus hefur virkilega hjálpað með það. Þetta hefur náttúrlega verið erfitt en örugglega besti hlutur sem ég hef gert. Það væri bara skömm að því að loka þessu og gefa ekki öðrum séns á að fá hjálpina sem þau þurfa. Að komast úr holunni sem við öll í Janus vorum í,“ segir Sigrún Ósk. Skorar á stjórnvöld með undirskriftalista Sigrún Ósk setti af stað undirskriftasöfun undir nafninu Áskorun til stjórnvalda að loka ekki Janus endurhæfingu. Rúmlega átján hundruð manns hafa þegar skrifað undir. Hún segist hafa viljað vera rödd þeirra sem enn bíða þjónustu. Sigrún Ósk setti af stað undirskriftarlista til að reyna að koma í veg fyrir lokun Janusar svo fleiri fái tækifæri til að komast út úr holunni, líkt og lýsir því sjálf.Vísir/Sigurjón „Ég ákvað að setja af stað undirskriftalista til þess að bara ekki loka, náttúrlega þetta hefur svo mikil áhrif á þátttakendur og bara þátttakendur á biðlista. Það er ekkert úrræði eins og Janus. Við viljum ekki loka því og við viljum gefa öllum séns á að fá sömu aðstoð og við fengum, með því að halda Janusi áfram. Þetta var það mesta sem ég gat gert á þessum tíma,“ heldur Sigrún Ósk áfram. Sigrún segir það mikilvægt fyrir fólk í hennar stöðu að þjónusta sem hún þurfi að sækja sé öll á sama stað. Hún segist hafa sótt þjónustu VIRK áður sem hafi ekki verið með eins gott utanumhald og sú þjónusta sem hún hefur fengið hjá Janusi undanfarið ár. „Þá var ég með sálfræðing niðri í bæ og iðjuþjálfinn var í Hafnarfirðinum. Það er mjög erfitt að fara á marga staði og hitta margt fók, hérna er bara allt á einum stað, sálfræðingar, geðlæknir, iðjuþjálfar, tengiliðir, fólk sem þú ert í samvinnu með, það er allt hérna,“ segir Sigrún sem kvíðir lokun Janusar. Sigrún Ósk fann aftur lífsneistann hjá Janusi endurhæfingu. Hún var alveg hætt að sinna áhugamálum sínum en íhugar nú að fara í nám í myndlist eða húsgagnasmíði.Vísir/Sigurjón Sigrún segist hafa verið hætt að sinna sínum áhugamálum en hjá Janusi hafi hún aftur fundið neistann og hyggst nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Hjá Janusi hefur hún einbeitt sér að því að gera tækifæriskort, jólakort og afmæliskort. Þá hefur hún einnig verið í tálgun hjá Janusi endurhæfingu sem hefur kveikt áhuga hennar á því að fara í húsgagnasmíði. „En áður en ég kom hingað þá var ég hætt öllu.“ Aðspurð um hvað hún telji að taki við segir hún að það ríki mikil óvissa. „Það er þessi hræðsla. Ég er búin að vera áður hjá VIRK og það virkaði ekki. Ég er hrædd um að það muni ekki virka aftur og að ég fari aftur á sama stað og var á áður en ég kom hingað. Ég held að það sé eins hjá mörgum. Vonandi þarf það ekki að gerast.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. 5. mars 2025 14:52 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Sigrún Ósk Steinarsdóttir er rúmlega tvítug ung kona sem hefur verið þátttakandi í starfi Janusar endurhæfingar í eitt ár og segir það hafa breytt lífi sínu. Hún segir þátttakendur kvíða framhaldinu sem vita ekki hvað tekur við þegar Janus endurhæfing lokar þann 1. júní. Janus hefur veitt geðheilbrigðisþjónustu fyrir ungt fólk með fjölþættan vanda á aldrinum 18-30 ára. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem einnig var rætt við aðstandendur ungmennis. „Það hefur náttúrlega verið stór hluti af lífinu mínu að komast aftur í samfélagið og Janus hefur virkilega hjálpað með það. Þetta hefur náttúrlega verið erfitt en örugglega besti hlutur sem ég hef gert. Það væri bara skömm að því að loka þessu og gefa ekki öðrum séns á að fá hjálpina sem þau þurfa. Að komast úr holunni sem við öll í Janus vorum í,“ segir Sigrún Ósk. Skorar á stjórnvöld með undirskriftalista Sigrún Ósk setti af stað undirskriftasöfun undir nafninu Áskorun til stjórnvalda að loka ekki Janus endurhæfingu. Rúmlega átján hundruð manns hafa þegar skrifað undir. Hún segist hafa viljað vera rödd þeirra sem enn bíða þjónustu. Sigrún Ósk setti af stað undirskriftarlista til að reyna að koma í veg fyrir lokun Janusar svo fleiri fái tækifæri til að komast út úr holunni, líkt og lýsir því sjálf.Vísir/Sigurjón „Ég ákvað að setja af stað undirskriftalista til þess að bara ekki loka, náttúrlega þetta hefur svo mikil áhrif á þátttakendur og bara þátttakendur á biðlista. Það er ekkert úrræði eins og Janus. Við viljum ekki loka því og við viljum gefa öllum séns á að fá sömu aðstoð og við fengum, með því að halda Janusi áfram. Þetta var það mesta sem ég gat gert á þessum tíma,“ heldur Sigrún Ósk áfram. Sigrún segir það mikilvægt fyrir fólk í hennar stöðu að þjónusta sem hún þurfi að sækja sé öll á sama stað. Hún segist hafa sótt þjónustu VIRK áður sem hafi ekki verið með eins gott utanumhald og sú þjónusta sem hún hefur fengið hjá Janusi undanfarið ár. „Þá var ég með sálfræðing niðri í bæ og iðjuþjálfinn var í Hafnarfirðinum. Það er mjög erfitt að fara á marga staði og hitta margt fók, hérna er bara allt á einum stað, sálfræðingar, geðlæknir, iðjuþjálfar, tengiliðir, fólk sem þú ert í samvinnu með, það er allt hérna,“ segir Sigrún sem kvíðir lokun Janusar. Sigrún Ósk fann aftur lífsneistann hjá Janusi endurhæfingu. Hún var alveg hætt að sinna áhugamálum sínum en íhugar nú að fara í nám í myndlist eða húsgagnasmíði.Vísir/Sigurjón Sigrún segist hafa verið hætt að sinna sínum áhugamálum en hjá Janusi hafi hún aftur fundið neistann og hyggst nú fara í myndlistarnám eða húsgagnasmíði. Hjá Janusi hefur hún einbeitt sér að því að gera tækifæriskort, jólakort og afmæliskort. Þá hefur hún einnig verið í tálgun hjá Janusi endurhæfingu sem hefur kveikt áhuga hennar á því að fara í húsgagnasmíði. „En áður en ég kom hingað þá var ég hætt öllu.“ Aðspurð um hvað hún telji að taki við segir hún að það ríki mikil óvissa. „Það er þessi hræðsla. Ég er búin að vera áður hjá VIRK og það virkaði ekki. Ég er hrædd um að það muni ekki virka aftur og að ég fari aftur á sama stað og var á áður en ég kom hingað. Ég held að það sé eins hjá mörgum. Vonandi þarf það ekki að gerast.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. 5. mars 2025 14:52 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Janus endurhæfing mun loka geðendurhæfingarúrræði sínu þann 1. júní og hefur öllu starfsfólki verið sagt upp. Framkvæmdastjóri Einhverfusamtakanna segir að grátandi foreldrar hringi ráðalausir þar sem engin önnur lausn er í sjónmáli í stað þeirrar þjónustu sem Janus endurhæfing hefur veitt börnum þeirra, fullorðnum ungmennum með fjölþættan vanda. Skjólstæðingar hafa sjálfir hafið undirskriftasöfnun. 5. mars 2025 14:52