Réðst á konu í Róm og við Ögur Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 13:39 Aðra líkamsárásina framdi maðurinn í nágrenni bæjarins Ögurs í Súðavíkurhreppi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur. Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur.
Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira