Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. mars 2025 14:52 Það kemur á óvart hvað húsið er stórt að sögn Vilhjálms. VB Eignir „Hef fengið í einkasölu 28 fermetra steypt bátaskýli sem stendur á einstaklega vel staðsettri sjávarlóð,“ skrifar hnyttni fasteignasalinn Vilhjálmur Bjarnason í fasteignaauglýsingu á fasteignavef Vísis þar sem hann tekur fram að með bátaskýlinu fylgi 356,2 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum. Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira
Vilhjálmur segir í samtali við Vísi að eftir þrjá áratugi í starfi hafi hann fyrir löngu gert sér grein fyrir mikilvægi þess að geta haft gaman af hlutunum og brjóta hina hefðbundnu fasteignaauglýsingu upp. Vilhjálmur er fasteignasali hjá VB Eignum og hefur nú umrætt einbýlishús á Sunnubraut 29 á Kársnesi í Kópavogi á sölu. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Vilhjálmur vekur athygli fyrir hnyttnar fasteignaauglýsingar en árið 2017 auglýsti hann sumarbústað Antons flugstjóra til sölu. Sumarbústaðurinn kom við sögu í kvikmyndinni Stella í orlofi frá 1986 og nýtti Vilhjálmur sér það að sjálfsögðu við skrif á lýsingu eignarinnar. Húsið er á besta stað í Kópavoginum. Fasteignakaup byggja á tilfinningum „Það vekur alltaf athygli þegar maður setur hlutina upp á skemmtilegan hátt. Þetta brýtur upp hversdagsleikann og þetta er náttúrulega sérstök lóð þarna í Kópavoginum, þetta er sjávarlóð með ofboðslegu útsýni og enga störukeppni við Arnarnesið því húsið stendur svo utarlega á Kársnesinu og því engin hús hinumegin,“ útskýrir Vilhjálmur. Þá sé húsið sjálft einstaklega stórt, það stórt að það komi óvart. „Það eru ekki mörg hús svona stór, 384 fermetrar. Þetta er svakaleg stærð og húsið leynir á sér, það sést ekki á húsinu hvað það er ofboðslega stórt.“ Vilhjálmur bendir á að það sé mikil rómantík fólgin í því að vera með slíkan aðgang að sjó og bátaskýli úti í garði. „Þú getur rennt þér niður að sjónum með bátinn, svo bara út á sjó og veitt þér fisk í soðið og svo aftur heim. Eða gripið í kajakinn og skellt þér í sjósund.“ Hann segist ekki alltaf grípa í svo skemmtilegar lýsingar, það fari eftir því um hvaða eign sé að ræða. „Ég hef verið í fasteignasölunni í einhver 32 eða 33 ár, ég kann eiginlega ekkert annað. Það er gaman að þessu, og að reyna að ná fram hughrifum hjá fólki, því að kaupa sér fasteign er í rauninni bara tilfinning, frekar en eitthvað sem hægt væri að segja að væri rökfræði eða eitthvað svoleiðis. Þú ert að kaupa þér heimili og þá skipta fyrstu hughrifin öllu máli.“ Lesa má nánar um bátaskýlið, húsið og lóðina á fasteignavef Vísis. VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir VB Eignir
Hús og heimili Fasteignamarkaður Kópavogur Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fleiri fréttir Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Sjá meira