Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 07:13 Ken Paxton, ríkissaksóknari Texas, segir allt líf heilagt og hann muni gera allt í hans valdi til að vernda öll ófædd börn. Getty/Brandon Bell Ljósmóðir og samstarfsmaður hennar hafa verið handtekin í Texas og ákærð fyrir að framkvæma ólöglegt þungunarrof í Houston. Um er að ræða fyrstu handtöku heilbrigðisstarfsmanns frá því að Roe gegn Wade var snúið árið 2022. Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof. Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira
Að sögn yfirvalda í Texas starfrækti ljósmóðirin, Maria Margarita Rojas, klíník í nokkrum bæjum umhverfis Houston, þar á meðal tvær í Harris-sýslu og eina í Waller-sýslu. Rojas og samstarfsmaðurinn, hinn 29 ára Jose Ley, eru sem fyrr segir ákærð fyrir framkvæmd ólöglegra þungunarrofa auk þess sem þau sæta ákæru fyrir að hafa stundað heilbrigðisstarfssemi án leyfis. New York Times hefur eftir annarri ljósmóður og vinkonu Rojas, Holly Shearman, að Rojas hafi verið stöðvuð af vopnaðri lögreglu á leið til vinnu, handtekin og flutt til Austin. Texas er eitt þeirra ríkja þar sem þungunarrof er bannað í næstum öllum tilvikum, sem hefur orðið til þess að þungaðar konur hafa neyðst til að leita annað til að nálgast þjónustuna. Fordæmalaust Rojas er sögð eiga yfir höfði sér allt að 20 ára fangelsi og er málið talið fordæmalaust. Vitað er til þess að einstaklingar hafi verið ákærðir fyrir að sjá ættingjum fyrir þungunarrofslyfjum og þá er eitt fordæmi fyrir því að læknir sé sóttur til saka fyrir að senda konu þungunarrofslyf í pósti. Sá heitir Margaret Carpenter og starfar í New York. Skjólstæðingur hennar var hins vegar búsettur í Louisiana, sem er eitt af svokölluðum bannríkjum. Carpenter var einnig sótt til saka af Texas, fyrir að senda íbúum þar þungunarrofslyf í pósti, og var sektuð um 100.000 dali. Carpenter var ekki handtekin í tengslum við ákærurnar. Rojas hefur verið sökuð um að framkvæma þungunarrof á að minnsta kosti tveimur konum. Shearman segist ekki trúa ásökununum; Rojas sé kaþólikki og hafi aldrei talað um að framkvæma þungunarrof.
Bandaríkin Donald Trump Þungunarrof Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Fleiri fréttir Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Sjá meira