Má bera eiganda Gríska hússins út Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 11:30 Frá aðgerðum lögreglu í Gríska húsinu síðasta sumar. Vísir/Sigurjón Leigusali húsnæðis á Laugavegi má bera út eiganda veitingastaðarins Gríska hússins en staðurinn hefur verið til húsa í umræddu húsnæði um nokkurra ára skeið. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þessari niðurstöðu og hefur Landsréttur staðfest hana. Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms. Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira
Lögreglan gerði húsleit í Gríska húsinu í umfangsmiklum aðgerðum ásamt Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur, Skattinum, Tollstjóra, og fleirum þann 13. júní á síðasta ári. En í kjölfarið var staðnum lokað, en hann opnaði aftur nokkru síðar. Aðgerðir lögreglu voru vegna gruns um fíkniefnabrot og mansal. Fram kemur að sú rannsókn standi enn yfir. Við húsleitina fundust tveir menn sem voru sofandi í kjallara hússins, og voru persónulegir munir þeirra innan um matvæli. Áður hefur verið greint frá því að annar þessara tveggja manna hafi sagt í skýrslutöku hjá lögreglu að hann hafi verið látinn vinna sjö daga í hverri viku, stundum þrjátíu daga í mánuði. Rýrir verðmæti eignarinnar Leigusalinn sagði að vegna rannsóknar lögreglu ætti hann rétt á að rifta leigusamningnum. Grunur um þessa refsiverða háttsemi væri til þess fallin að valda leigusalanum verulegum álitshnekki, og rýra verðmæti eignarinnar verulega. Ekkert salerni né neyðarútgangur Eigandi Gríska hússins benti hins vegar á að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir neitt, og sagði leigusalan því ekki eiga rétt á að rifta samningnum. Í greinargerð eigandans er leigusalinn gagnrýndur vegna framkvæmda sem hann hafi staðið í, á húsinu. Vegna þeirra hefðu starfsmenn staðarins ekki haft aðgang að salerni í tæp tvö ár, og þá hefði neyðarútgangur af veitingastaðnum verið fjarlægður, en hann hafi steypt upp í hurðargat þar sem hann var. Fær að bera allt út Héraðsdómur féllst á kröfu leigusalans, sem gefur honum heimild til að fá eigandann borinn út úr fasteigninni með beinni aðfarargerð ásamt öllu sem honum tilheyrir. Dómurinn komst að þessari niðurstöðu þar sem hann taldi sannað að tveir menn hefðu búið í húsnæðinu. Með því hafi ákvæði leigusamningsins verið brotin. Líkt og áður staðfesti Landsréttur úrskurð héraðsdóms.
Dómsmál Veitingastaðir Reykjavík Mansal Húsnæðismál Leigumarkaður Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Sjá meira