Söguleg árás dróna og róbóta Samúel Karl Ólason skrifar 18. mars 2025 13:35 Úkraínskur hermaður á æfingu með dróna. Getty/Roman Chop Úkraínskir hermenn gerðu í desember árás á rússneskar skotgrafir norður af Karkívborg. Það væri í sjálfu sér ekki merkilegt en við árásina var eingöngu notast við dróna og var það í fyrsta sinn sem slíkt hefur verið gert. Úkraínumenn sendu um fimmtíu dróna, bæði fljúgandi dróna og róbóta á fótum og hjólum að rússneskum hermönnum. Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Sumir drónanna voru hannaðir til að springa í loft upp og aðrir til að varpa sprengjum úr lofti. Þá voru einnig róbótar sem báru fjarstýrðar byssur. Drónahernaður hefur tekið stakkaskiptum í innrás Rússa í Úkraínu þar sem umfang notkunar þeirra hefur aukist og aukist og ný tækni hefur verið þróuð á miklum hraða í átökunum. Wall Street Journal, sem fjallar um umrædda árás, segir hana hafa verið nokkurskonar tilraunaverkefni. Árásin var gerð af hersveit sjálfboðaliða úr þjóðvarðliði Úkraínu sem heitir Khartíja. Hermenn segja hana ekki hafa gengið áfallalaust fyrir sig en hún hafi heppnast, þó óljóst sé hversu vel. Helstu vandræði voru að róbótarnir áttu að það til að eiga erfitt með að komast leiðar sinnar og festurst í leðju. Þegar úkraínskir hermenn fóru í kjölfarið að skotgröfunum segjast þeir hafa fundið lík rússneskra hermanna þar. Nú eru forsvarsmenn annarra herdeilda sagðir undirbúa sambærilegar aðgerðir. Drónar gegn drónum Meðlimir Khartíja höfðu æft árásina nokkrum sinnum, til að ganga úr skugga um að sendingar drónanna trufluðu ekki aðra dróna og til að kortleggja þær leiðir sem drónarnir áttu að fara. Árásin hófst með því að fjórhjóladrifunum dróna var keyrt að neðanjarðarbyrgi Rússa og stóð árásin svo yfir í rúmar fimm klukkustundir. Upprunalegu árásinni var fylgt eftir með sjálfsprengidrónum úr lofti og róbótum búnum byssum. Þá var einnig fylgst með árásinni úr eftirlitsdrónum og krafðist árásin mikillar samhæfingar hjá flugmönnum og stjórnendum drónanna. Rússneskir drónar voru einnig á svæðinu en Rússar notuðu sjálfsprengidróna gegn róbótum Úkraínumanna á jörðu niðri. Í samtali við blaðamenn WSJ segja úkraínskir hermenn að árásin hafi sýnt þeim hvernig þeir þurfa að breyta drónum, hvaða aðferðir virka og hvað virkar ekki. Slík þróun er Úkraínumönnum gífurlega mikilvæg, sérstaklega þar sem talið er að drónar séu orðnir skæðasta vopn þeirra gegn Rússum. Khartíja herdeildin notar margskonar dróna og róbóta. Varnarmálaráðherra Hollands heimsótti hermenn herdeildarinnar nýlega og lýkti því við að heimsækja nýsköpunarfyrirtæki. The people behind the Khartiia unmanned ground vehicles by @mil_in_ua: https://t.co/djcLmVKCg4 pic.twitter.com/e93ftqmroQ— Khartiia Brigade of the National Guard of Ukraine (@khartiiabrygada) February 14, 2025 Bæta dróna með gervigreind Breska hugveitan Royal United Services Institute (RUSI) birti fyrr á árinu skýrslu um átökin í Úkraínu en þar kom meðal annars fram að tiltölulega einfaldir og smáir sjálfsprengidrónar væru notaðir til að granda um sextíu til sjötíu prósentum af rússneskum hergögnum. Þessum drónum fylgir þó sá varnagli að sextíu til áttatíu prósent þeirra ná ekki til skotmarka sinna, hvort sem það er vegna rafrænna truflana eða hæfni flugmanna. Úkraínumenn hafa því lagt mikið kapp á að búa þessa dróna gervigreindartækni sem gera á þeim kleift að finna skotmörkin sjálfir, þegar sambandið við stjórnendur rofnar. Þetta á líka við róbóta á jörðu niðri og drónabáta. Í grein Economist segir að gervigreind hafi þegar gert Úkraínumönnum kleift að nýta dróna sína betur. Sérfræðingar segja þó í það minnsta einhver ár þar til þessi vinna fari að skila markvissum árangri í formi svo gott sem sjálfstýrðra dróna.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tækni Tengdar fréttir Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07 Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08 Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46 Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34 Mest lesið Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Innlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri fréttir Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Sjá meira
Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Yfirvöld í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og Póllandi hafa lagt til að ríkin dragi sig frá Ottawa-sáttmálanum, sem bannar notkun jarðsprengja sem hannaðar eru gegn fótgönguliði. Líklegt er að þessari tillögu verði framfylgt en varnarmálaráðherra ríkjanna segja öryggisástandið í Austur-Evrópu vera gerbreytt. 18. mars 2025 11:07
Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Litháískir saksóknarar saka rússneska leyniþjónustuna um að hafa kveikt í Ikea verslun í höfuðborg Litháen. Saksóknararnir kalla verknaðinn hryðjuverk. 17. mars 2025 23:08
Sér ekkert vopnahlé í kortunum Óskar Hallgrímsson, Íslendingur búsettur í Úkraínu telur engar líkur á að forseti Rússlands fallist á þrjátíu daga vopnahlé. Kröfur hans séu þær sömu og áður og engin ástæða til að ætla að hann breyti þeim. 17. mars 2025 12:46
Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti munu ræða saman á morgun. Trump segir viðræður þegar standa yfir um „skiptingu eigna“ í Úkraínu. 17. mars 2025 06:34