Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. mars 2025 19:39 Skiltið, sem Vegagerðin var að setja upp við brúna. Magnús Hlynur Hreiðarsson Aðeins eitt þungt ökutæki má nú fara yfir Ölfusárbrú á Selfossi í einu samkvæmt tilmælum Vegagerðarinnar til ökumanna. Ástæðan er sú að legur brúarinnar eru orðnar lélegar enda brúin orðin gömul og lúin. Ekki verða leyfðir þungaflutningar yfir brúna þegar ný Ölfusárbrú verður tekin í notkun 2028. Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira
Vegagerðin var að setja upp skilti norðan við brúna með upplýsingum á íslensku og ensku til atvinnubílstjóra á stórum bílum. Annað skilti verður sett hinum megi við brúna við hringtorgið. Upplýsingarnar á skiltunum koma bæjaryfirvöldum í Árborg nokkuð á óvart þó það sé skilningur á málinu enda brúin 80 ára síðar á árinu. „En kannski með spurningu, sem er enn þá ósvarað en það er hvort það verði settar þungatakmarkanir á brúna þegar ný brú fyrir norðan Selfoss kemur og hverjar takmarkanirnar verða. Og hvort til dæmis rútur og aðrir vörubílar verður bannað að fara í gegnum gömlu brúna,” segir Sveinn Ægir Birgisso, formaður bæjarráðs Árborgar. Þannig að þið hafið áhyggjur af þessu? „Já, það eru fyrirtæki, sem eru að leita til sveitarfélagsins og vilja fá lóðir og eru að spyrjast fyrir hvoru megin árinnar það eigi að vera. Þetta er spurning, sem þarf að svara út af því að þetta hefur áhrif á atvinnustarfsemi eins og ferðaþjónustu, vöruflutninga og bara innanbæjar á Selfossi,” segir Sveinn Ægir. Sveinn Ægir Birgisson, formaður bæjarráðs Árborgar við Ölfusárbrú á Selfossi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og hér kemur svarið frá Vegagerðinni með þungaflutninga á núverandi brú við Selfoss þegar nýja brúin verður komin í notkun haustið 2028. „Já það hefur verið rætt um það að takmarka þunga þannig að þessir stóru malarflutningabílar og svoleiðis bílar þeir fara ekki þarna yfir og það er bæði út af brúnni og svo líka viljum við ekki hafa hana hérna í miðbænum þessa umferð,” segir Svanur Bjarnason. umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði. Þannig að þessir stóru bílar verða að fara yfir nýju brúna? „Já, þeir verða að gera það,” segir Svanur. En hvernig metur Svanur ástand Ölfusárbrúar í dag? „Það er í sjálfum sér alveg ágætt. Það er aðeins komið slit í legur og svoleiðis, sem er bara eðlilegt á svona gamalli brú.” Og engin hætta á að brúin hrynji? „Nei, það er engin hætta á því,” segir Svanur. Svanur Bjarnason, umdæmisstjóri Vegagerðarinnar á Suðursvæði, sem segir enga hættu á því að Ölfusárbrú við Selfoss hrynji.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þungaflutningar verða ekki leyfðir á núverandi Ölfusárbrú eftir að nýja Ölfusárbrúin verður tekin í notkun haustið 2028 ef allt gengur upp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Ný Ölfusárbrú Vegagerð Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Innlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Fleiri fréttir Sakfelldur fyrir morð og refsing þyngd verulega Kolröng skilaboð að brosa á mynd með ESB í miðjum storminum Prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Mosfellsbæ Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Umdeildur skólastjóri í leyfi á meðan úttekt er gerð Starfsmaður Múlaborgar játar sök að hluta Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Umboðsmaður barna segir að staðan í meðferðakerfinu sé grafalvarleg Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst Sjá meira