Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Jón Þór Stefánsson skrifar 18. mars 2025 14:33 Paul Young sló rækilega í gegn á níunda áratugnum. Getty Breski tónlistarmaðurinn Paul Young, sem gerði garðinn frægan á níunda áratugnum, lenti illa í því þegar hann var í fríi í Santorini í Grikklandi í september síðastliðnum. Young var á leið í morgunmat á hótelinu sínu þegar hann rann og féll niður stiga. Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi. Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira
Young, sem er orðinn 69 ára gamall, hlaut nokkur beinbrot og þurfti að fá neyðarblóðgjöf í þrígang. Frá þessu greinir hann í viðtali við breska blaðið Mirror. „Eftir að ég féll var ekki aftur snúið. Það var ekkert handriðið, eða neitt til að grípa í. Ég hugsaði með mér að ég hefði enga stjórn á aðstæðum. Svo féll ég niður þrjár eða fjórar tr0ppur til viðbótar, og fótbrotnaði aftur og aftur. Þetta voru mörg beinbrot. Þegar ég loksins nam staðar leit ég niður á fótlegginn á mér og sá að hann var í skringilegri stöðu. Ég sagði við sjálfan mig að svona ætti hann ekki að vera, og reyndi að rétta úr honum. Þá fann ég fyrir sársaukanum,“ segir Young. Í kjölfarið var hann fluttur á sjukrahús í Santorini. Röntgen-myndataka leiddi beinbrotin í ljós, en að hans sögn voru þau svo nálægt hvorum öðrum að óttast var að beinið myndi hreinlega brotna í sundur. „Eina lyfið sem þau áttu var paracetamol. Ég var öskrandi allan tímann og ég var nánast alltaf með augun lokuð vegna þess að sársaukinn var gríðarlegur,“ segir Young. Fram kemur að á þessu sjúkrahúsi hafi ekki verið neinir skurðlæknar. Því hafi kvalinn Young legið á spítalaganginum í níu klukkutíma á meðan hann reyndi að bóka einkaflug til Aþenu, þar sem hann gat fengið þjónustuna sem hann þurfti á að halda. Á endanum komst Young til Aþenu og lagðist undir hnífinn. Eftir aðgerðina hafi hann verið með ljótt sár, og hann varið tveimur dögum á gjörgæslu í kjölfarið. Á þeim tíma þurfti hann þrígang að fá gefins blóð þar vegna mikils blóðmissis. Síðan hefur Young verið í endurhæfingu í heimalandi sínu, Bretlandi. Í lok nóvember varð hann fyrir bakslagi, þegar bolti losnaði úr stöng sem heldur fætinum á honum saman. Aftur segir hann að sársaukinn hafi verið gífurlegur, en hann þurfti að fara í aðra tíu klukkutíma langa aðgerð. Í dag er hann nýlega kominn af hækjum. Hann er hvergi af baki dottinn og stefnir á að túra um Bretland í sumar. Hann mun þó líklega ekki getað dansað á því tónleikaferðalagi.
Tónlist Grikkland Bretland Hollywood Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fleiri fréttir Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Sjá meira