Neytendur

Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjá­tíu pró­senta af­sláttar

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bónus í Naustahverfi á Akureyri bauð upp á 30 prósent afslátt af öllum vörum í dag.
Bónus í Naustahverfi á Akureyri bauð upp á 30 prósent afslátt af öllum vörum í dag. Vísir/Baldur Helgi

Mikil örtröð hefur verið í Bónus í Naustahverfi á Akureyri í dag, þar sem boðið var upp á 30 prósent afslátt á öllum vörum í eins konar rýmingarsölu vegna fyrirhugaðra breytinga.

Verslunin hefur verið stöppuð af fólki frá klukkan tíu í morgun, og hefur örtröðin verið slík að sögur fara af þriggja klukkustunda búðarferðum.

Baldur Helgi Benjamínsson segir að hann hafi verið í búðinni í þrjár klukkustundir. Örtröðin hafi verið svo mikil að hún hafi verið eins og áhlaup.

„Alveg epískt rugl,“ sagði hann um málið.

Hann segir að ýmsar hreinlætisvörur og sælgæti hafi verið búið þegar hann fór út úr búðinni um klukkan eitt eftir hádegi.

Einhver hagsýnn á ferðinni.Vísir/Baldur Helgi
Verslunarleiðangurinn tók margar klukkustundir fyrir suma.Vísir/Baldur Helgi





Fleiri fréttir

Sjá meira


×