Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Bjarki Sigurðsson skrifar 18. mars 2025 21:02 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri mun hætta sem formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga á fimmtudag. Vísir/Stefán Borgarstjóri segir það ekki vera hennar að svara fyrir launasetningu hennar. Hún sé á sömu launum og hennar forverar. Að segja að stjórnarmenn slökkviliðsins séu með tvö hundruð þúsund krónur á tímann sé of mikil einföldun. Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða. Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira
Borgarstjóri mun láta af formennsku í Sambandi íslenskra sveitarfélaga á landsfundi sambandsins á fimmtudag. Hún var kjörin formaður 2022 en segir hug sinn allan nú hjá borgarbúum. Borgarstjórastarfið verði alltaf að vera í forgangi. „Auðvitað er þetta hagsmunagæsla og alls ekkert óhugsandi að þetta geti farið saman. En ég þarf heldur ekki endilega að vera alls staðar. Þá kemur inn nýr öflugur fulltrúi frá meirihlutanum í Reykjavík og ég treysti honum fullkomlega til að sinna þessari hagsmunagæslu. Ég mun enn vera til taks ef þess þarf,“ segir Heiða. Fagnar áhuga Morgunblaðsins á laununum Laun Heiðu hafa verið mikið í umræðunni en þau nema 3,9 milljónum króna. Með brotthvarfinu úr sambandinu lækka þau í tæpa 3,1 milljón. 2,6 milljónir á mánuði sem borgarstjóri, 150 þúsund í starfskostnað og 300 þúsund vegna stjórnarformennsku hjá slökkviliðinu. „Það er ekki mitt að svara fyrir launasetningu almennt eða laun. Ég tek eftir að Morgunblaðið hefur mikinn áhuga á mínum launum, ég fagna því. Það er gott að hafa aðhald. Hins vegar er ég á nákvæmlega sömu launum og mínir forverar undanfarin ár og áratugi. Þannig það er ekkert að breytast núna hvað varðar laun hér hjá Reykjavíkurborg. Allt aðhald er gott, en það ætti kannski þá líka að eiga við fleiri aðila,“ segir Heiða. Einföldun að ræða um tímafjölda í stjórnarsetu Morgunblaðið vakti athygli á háum greiðslum til stjórnarmanna slökkviliðsins í morgun. Stjórnarfundir hafi samanlagt verið þrettán klukkustundir í fyrra og stjórnarmenn því með 187 þúsund til 280 þúsund í tímakaup. „Ég held að það sé mjög mikil einföldun almennt, sama hvaða stjórnarsetu er verið að ræða um, að ræða um akkúrat tímafjöldann sem tekur að sitja á stjórnarfundi. Almennt fylgir því að vera í stjórn fyrirtækis, sérstaklega sveitarstjórnum eins og slökkviliðinu, ýmis önnur fundarseta,“ segir Heiða.
Borgarstjórn Reykjavík Slökkvilið Sveitarstjórnarmál Samfylkingin Rekstur hins opinbera Stjórnsýsla Kjaramál Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Fleiri fréttir „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Sjá meira