Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. mars 2025 22:05 Jón Cleon var deildarstjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia. Vísir Deild markaðsmála og upplifunar hefur verið lögð niður hjá Isavia ohf. Jon Cleon, fráfarandi deildarstjóri, segir þakklæti honum efst í huga þegar hann líti yfir farinn veg, en hann segir deildina hafa sýnt fram á að markaðsmál og upplifun séu ekki bara kostnaður heldur fjárfesting. Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð. Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Það gustaði talsvert um Isavia snemma á árinu þegar fyrirtækið sætti harðri gagnrýni fyrir að hafa kostað auglýsingu í einu dýrasta auglýsingaplássi landsins, rétt fyrir áramótaskaupið. Skúli í Subway fór þar fremstur í flokki gagnrýnenda, og ritaði hann grein á Vísi þar sem hann furðaði sig á óráðsíu Isavia. Greinin vakti mikla athygli. Skúli rak í upphafi greinar sinnar þá staðreynd að Isavia væri í eigu okkar allra og þar af leiðandi eigi almenningur þá fjármuni sem þar væri höndlað með. Isavia þvertók svo fyrir það að almenningur hefði staðið kostnað af auglýsingunni. Jón Cleon, áðurnefndur deildarstjóri hjá deild markaðsmála og upplifunar, var sá sem svaraði fyrir ásakanirnar. „Auglýsingin var ekki fjármögnuð með opinberum fjármunum heldur úr sameiginlegum markaðssjóði sem allir rekstraraðilar á vellinum leggja til,“ sagði Jón. Keflavíkurflugvöllur eitt okkar mikilvægasta vörumerki Jón fer yfir farinn veg í færslu á samfélagsmiðlum, en hann kveðst stoltur yfir fólkinu í deildinni og þeim breytingum sem þeim hafi tekist að skapa saman. Hann tiltekur nokkur atriði: Fundum nýja rödd og ásynd fyrir Keflavíkurflugvöll - frískandi, íslenska og hlýlega Breyttum flóknu umhverfi í einfaldari, skýrari og heildstæðari upplifun Settum manneskjuna í fyrsta sæti - bæði starfsfólk og gesti Sýndum fram á að amarkaðsmál og upplifun er ekki bara kostnaður, heldur fjárfesting sem skilar sér margfalt til baka „KEF er eitt af okkar mikilvægustu vörumerkjum, fyrsta snerting margra við landið og síðasti viðkomustaður þeirra áður en þau kveðja það. Að fá að móta þessa upplifun hefur verið krefjandi en ótrúlega gefandi verkefni,“ segir Jón. Þá segir hann að þróun flugvallarins haldi áfram og hann óskar flugvellinum alls hins besta á þeirri vegferð.
Rekstur hins opinbera Fréttir af flugi Auglýsinga- og markaðsmál Keflavíkurflugvöllur Isavia Tengdar fréttir Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48 Mest lesið Lagning gjaldþrota Viðskipti innlent Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Viðskipti innlent Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Viðskipti innlent Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Viðskipti erlent Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Atvinnulíf Uppsagnir hjá Fjársýslunni Viðskipti innlent Að líða eins og svikara í vinnunni Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Sjá meira
Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Skúli Gunnar Sigfússon, fjárfestir og einn hluthafa í Isavia ohf. líkt og allir Íslendinga eins og hann titlar sig að gefnu tilefni, ritar grein á Vísi þar sem hann furðar sig á óráðsíu Isavia ohf. Deildarstjóri hafnar því að almannafé fari í auglýsinguna sem fyrirtæki á Keflavíkurflugvelli fjármagni. 3. janúar 2025 16:48