Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar 19. mars 2025 13:01 Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Málefni trans fólks Sundlaugar og baðlón Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Árið 1964 voru sett lög í Bandaríkjunum sem afléttu áralangri aðgreiningu svarts fólks á almenningsklósettum, sundstöðum og drykkjarbrunnum. Fram að þeim tíma þurfti svart fólk verið aðgreint frá öðrum – undir þeim formerkjum að svart fólk væri óæðra og jafnvel hættulegt hvítu fólki. Sömuleiðis var ótti við það að „kynstofnarnir“ blönduðust, en hjónaband milli fólks af mismunandi „kynstofnum“ var ólöglegt til ársins 1967. Í dag finnst flestum slík aðgreining firra í siðmenntuðu samfélagi – og hluti af grimmri meðferð svarts fólks í Bandaríkjunum sem má aldrei endurtaka sig. En í okkar nútíma samfélagi lifir enn angi af þessari hugsun gagnvart öðrum hópum, og finnst sumu fólki það sjálfsagt og réttlætanlegt að útskúfa fólki frá þjónustu, aðgengi að almenningsrýmum og réttinum til hjónabands svo fátt sé nefnt. Aðgreining hinsegin fólks Á Íslandi voru lög um staðfesta samvist samþykkt árið 1996, og síðar voru gerð ein hjúskaparlög árið 2010 þar sem hjónaband varð á milli tveggja einstaklinga, í stað þess að vera eingöngu á milli karls og konu. Það eru því í raun ekki nema 15 ár liðin þar sem hinsegin fólk hefur staðið jafnfætis öðrum þegar kemur að hjónabandi á Íslandi. Árið 2012 tóku í gildi lög sem kváðu á um heilbrigðisþjónustu og lagaleg réttindi trans fólks. Þar fékk trans fólk leyfi til að breyta lagalegu kyni og nafni í Þjóðskrá, og þar er kveðið á um að þau njóti réttinda í samræmi við kynskráningu.Með þessum lögum fékk trans fólk til dæmis rétt til að nota almenningsklósett, sundstaði og aðra þjónustu í samræmi við kynvitund og kynskráningu, burtséð frá því hvort að viðkomandi hafi undirgengist kynstaðfestandi aðgerð eður ei. Enda væri fáránlegt að krefjast þess að fólk undirgangist skurðaðgerðir til þess að njóta sömu sjálfsögðu réttinda og aðrir. Hversdagslegur hinseginleiki En vitaskuld varð trans fólk ekki allt í einu til árið 2012 þegar réttindi þeirra voru fest í lög, og hafa nýtt sér kynjuð rými í samræmi við kynvitund í marga áratugi fyrir það. En ástæða þess að það þótti mikilvægt að festa þetta í lög er af sömu ástæðum og það þótti mikilvægt að banna aðgreiningu svarts fólks í Bandaríkjunum. Vegna þess að það er enn fólk í samfélaginu sem telur slíka aðgreiningu ekki vera siðferðislega ranga. Það finnst þeim þrátt fyrir að samhugur ríki heilbrigðisvísinda, alþjóðastofnanna og sérfræðinga um að velferð þeirra sé bundin við viðurkenningu og að þau geti lifað lífi sínu í samræmi við kynvitund – bæði í félagslegum og lagalegum skilningi. Það kemur mér því alltaf á óvart að fólki finnist það ekki sjálfsagður hlutur að trans fólk nýti þjónustu og rými samræmi við kynvitund. Sér í lagi þar sem við erum tiltölulega lítill hópur – eða kringum 1% af þjóðarúrtaki – og einnig rosa ólíklegt að fólk myndi yfir höfuð taka eftir okkur hvort eð er. Þetta minnir á umræðuna þegar fólk hafði rosalegar áhyggjur af því að þau þyrftu að deila búningsklefum eða klósettum með hommum og lesbíum. Í dag þætti okkur flestum slíkar áhyggjur frekar fáranlegar og sennilega hómófóbískar – og því gefur það auga leið að slíkar áhyggjur varðandi trans fólks byggja á samskonar fordómum og ástæðulausri hræðslu. Ég held því að fólk sem hafi svona miklar áhyggjur af þessu þurfi þess einfaldlega ekki. Ég veit ekki með ykkur, en ég er rosalega lítið að velta fyrir mér öðru fólki í klefanum og líkömum þeirra.Ef þú hittir trans manneskju í sundklefanum þá gerist nefnilega nákvæmlega ekkert. Ég er allavega bara að fara í sturtu, fara í sundbolinn og svo út í laug. Svo syndi ég kannski aðeins ef ég er metnaðarfull, fer í gufuna og hangi svo í heita pottinum og læt mig soðna þar eins og blöðruselur.Frekar hversdagslegt. Ætli ég bara skelli mér ekki í sund á eftir með vinum mínum?Höfundur er reglulegur sundlaugagestur.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun