Bjóða fyrstu freyju 217 þúsund á mánuði og fimm veikindadaga á ári Árni Sæberg skrifar 21. mars 2025 17:03 Einar Örn Ólafsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Maltneskt dótturfélag flugfélagsins Play hefur auglýst í lausar stöður flugliða, svokallaðra fyrstu freyja. Launin sem boðið er upp á eru 217 þúsund krónur á mánuði og veikindadagar eru fimm á ári. Ekki er um að ræða flugliða sem fljúga til og frá Íslandi. Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári. Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Stöðurnar eru auglýstar í gegnum hollensku ráðningarskrifstofuna Confair aviation. Á vef fyrirtækisins má sjá auglýsingar fyrir stöður fyrstu freyja, flugmanna og flugstjóra. Í auglýsingunum koma upplýsingar um kaup og kjör ekki fram en Vísir hefur nánari upplýsingar um stöðu fyrstu freyju undir höndum. Fljúga ekki til Íslands Félagið sem um ræðir er Fly Play Europe, maltneskt dótturfélag hins íslenska Play. Tilkynnt var um endurskipulagningu reksturs Play og stofnun maltnesks dótturfélags í október síðastliðnum. „Play verður áfram íslenskt lágfargjaldafélag, með meiri hlutann af sínum vélum í rekstri frá Keflavík,“ sagði Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, í samtali við fréttastofu á sínum tíma. Aftur á móti yrði einhver hluti flugflota félagsins nýttar í starfsemi fyrir aðra flugrekendur, ekki undir merkjum Play og með erlendar áhafnir. Birgir Olgeirsson, upplýsingafulltrúi Play, segir í svari við fyrirspurn Vísis að Play Europe sé maltneskt flugfélag og verði einungis með flugstarfsemi utan Íslands. Þannig verði ekki flogið til og frá Íslandi heldur frá borgum í Austur-Evrópu og ekki undir vörumerki Play. Launin sem komi fram í auglýsingunni séu í samræmi við laun fyrir sambærilegar stöður á þeim stöðum sem flogið verður frá. Heildarlaunin 1.500 evrur miðað við lágmarkstíma Í auglýsingunni segir að heimavellir sem flogið verði frá séu flugvöllurinn í Katowice í Póllandi og flugvöllurinn í Kisíná í Moldóvu. Annars vegar sé um að ræða störf þar sem er unnið 20 daga á mánuði og hins vegar 23 daga. Ferðalög til og frá heimavelli séu talin með í unnum dögum. Félagið muni sjá starfsmönnum fyrir fari milli heimilis og heimavallar fyrir hverja törn. Þá muni félagið hýsa starfsmenn á heimavellinum og útivöllum. Innifalið sé morgunmatur, internettenging og aðgangur að þvottahúsi. Í auglýsingunni segir að heildarlaun séu að meðaltali 1.500 evrur, 217 þúsund íslenskar krónur, á mánuði. Að sögn Birgis er um að ræða laun fyrir lágmarksflugtíma. Í auglýsingunni er tekið fram að laun séu greidd á vinnustað en unnt sé að óska eftir að laun séu greidd í heimalandi starfsmanns. Fimm daga veikindaréttur og engar tryggingar Í auglýsingunni segir hvað varðar önnur kjör að starfsmenn njóti 24 orlofsdaga á ári, sem skuli taka á svokölluðum OFF dögum. Fyrstu freyjur þurfi að sjá fyrir eigin tryggingum (e. social coverage). Loks segir að veikindadagar séu fimm á ári.
Play Malta Moldóva Pólland Fréttir af flugi Kjaramál Tengdar fréttir Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57 Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49 Mest lesið Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðskipti innlent Ungum konum fjölgar í lögreglunni Atvinnulíf Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Viðskipti innlent Íslandsbanki lækkar vexti Viðskipti innlent Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Viðskipti innlent Craft Burger Kitchen hafa lokað dyrunum í síðasta skipti Neytendur Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Sjá meira
Sækja um leyfi á Möltu Flugfélagið Play hefur sótt um flugrekstrarleyfi á Möltu og ætlar að draga verulega úr umsvifum tengiflugs á milli Norður-Ameríku og Evrópu. Meiri fókus verði settur á sólarlandaáfangastaði frá Íslandi. Eftir breytingarnar verða um sex til sjö vélar staðsettar á Íslandi á íslenska flugrekstrarleyfinu og þrjár til fjórar erlendis. 16. október 2024 16:57
Play í frjálsu falli Hlutabréfaverð flugfélagsins Play er í frjálsu falli eftir tilkynningu um breytingu á rekstrarformi félagsins í vikunni. Einn af fjórum stærstu hluthöfum félagsins seldi 71 milljón hluta í morgun á genginu ein króna á hlut. Dagslokagengið á miðvikudag var 1,92 krónur. 18. október 2024 11:49
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október
Óvissa í kjölfar vaxtadómsins virðist ekki hafa haft veruleg áhrif á fasteignamarkaðinn í október Viðskipti innlent