Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 19. mars 2025 20:15 Vel virðist ganga hjá Ágústu Johnson eiganda Hreyfingar en biðlisti eftir aðild að líkamsræktarstöðinni telur um þrjú hundruð manns. Vísir/Vilhelm Mánaðaraðild án bindingar að líkamsræktarstöðinni Hreyfingu hefur undanfarið ár hækkað úr tæpum fimmtán þúsund krónum upp í tæpar tuttugu þúsund krónur. Þá hefur verið gert tímabundið hlé á nýskráningum í Hreyfingu vegna mikillar aðsóknar. Eigandi Hreyfingar segir aukna áherslu lagða á bætta þjónustu og aukin gæði á líkamsræktarstöðinni. Samkvæmt nýjustu verðskrá á vef Hreyfingar kostar tólf mánaða grunnaðild með bindingu að líkamsræktarstöðinni tæpar fimmtán þúsund krónur á mánuði, en á sama tíma í fyrra kostaði slík aðild tæpar tólf þúsund krónur. Þá er skólaaðild, sem kostaði tæpar tólf þúsund krónur á verðskránni í janúar, ekki lengur í boði. Í skráningarformi á biðlista á vef Hreyfingar segir að tímabundið hlé hafi verið gert á nýskráningum til að tryggja meðlimum sem besta upplifun. Tekið verði á móti nýskráningum um leið og færi gefist. Efst má sjá brot úr verðskrá Hreyfingar í mars í fyrra, fyrir miðju er verðskrá Hreyfingar í janúar og neðst er verðskrá Hreyfingar í dag. Í mars í fyrra kostaði skólaaðild 9.990 krónur en nú er slík aðild ekki lengur í boði. Við grunnaðild hefur nú bæst aðgangur að Boditrax líkamsástandsmælingum. Skjáskot Heilsuaðild, sem veitir meðal annars aðgang að spa-inu í Hreyfingu og forskráningu í hóptíma, hefur að auki hækkað lítillega síðan í janúar, eða um þúsund krónur. Mánaðaraðild án bindingar kostar nú tæpar 36 þúsund krónur, en með bindingu til tólf mánaða tæpar 25 þúsund krónur. Fleiri meðlimir og meiri aðsókn Ágústa Johnson, eigandi og framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir í samtali við fréttastofu að lokað hafi verið fyrir nýskráningar og opnað fyrir biðlista þann 16. janúar. Listinn telji um þrjú hundruð manns. Hún segir ýmsar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Hreyfingar undanfarið. Til að mynda sé búið að breyta vissum áskriftarleiðum og taka einhverjar út. Þá hafi aukin áhersla verið lögð á aukin gæði stöðvarinnar, til dæmis með lengri opnunartíma um helgar. Ágústa segist hafa séð þá þróun undanfarin ár að samhliða meðlimafjölda hafi komur á stöðina aukist. „Við höfum verið með rosalega mikið af aðildum og við erum búin að gera ákveðnar breytingar. Þannig að einhverjir meðlimir upplifa einhverja hækkun, sem hafa verið í aðild sem er mögulega dottin út,“ segir Ágústa. Í leið hafi verið bætt við þjónustu í einhverjum aðildarpökkum, til að mynda sé tími hjá þjálfara og aðgangur að líkamsástandsmælingatæki nú innifalinn í einhverjum áskriftarleiðum. „Það hafa verið svolítið mörg verð í gangi og margar mismunandi aðildir, bæði bundnar og óbundnar, og þannig að þetta hefur snúist um að einfalda hlutina og endurskipuleggja,“ segir Ágústa. Líkamsræktarstöðvar Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Samkvæmt nýjustu verðskrá á vef Hreyfingar kostar tólf mánaða grunnaðild með bindingu að líkamsræktarstöðinni tæpar fimmtán þúsund krónur á mánuði, en á sama tíma í fyrra kostaði slík aðild tæpar tólf þúsund krónur. Þá er skólaaðild, sem kostaði tæpar tólf þúsund krónur á verðskránni í janúar, ekki lengur í boði. Í skráningarformi á biðlista á vef Hreyfingar segir að tímabundið hlé hafi verið gert á nýskráningum til að tryggja meðlimum sem besta upplifun. Tekið verði á móti nýskráningum um leið og færi gefist. Efst má sjá brot úr verðskrá Hreyfingar í mars í fyrra, fyrir miðju er verðskrá Hreyfingar í janúar og neðst er verðskrá Hreyfingar í dag. Í mars í fyrra kostaði skólaaðild 9.990 krónur en nú er slík aðild ekki lengur í boði. Við grunnaðild hefur nú bæst aðgangur að Boditrax líkamsástandsmælingum. Skjáskot Heilsuaðild, sem veitir meðal annars aðgang að spa-inu í Hreyfingu og forskráningu í hóptíma, hefur að auki hækkað lítillega síðan í janúar, eða um þúsund krónur. Mánaðaraðild án bindingar kostar nú tæpar 36 þúsund krónur, en með bindingu til tólf mánaða tæpar 25 þúsund krónur. Fleiri meðlimir og meiri aðsókn Ágústa Johnson, eigandi og framkvæmdastjóri Hreyfingar, segir í samtali við fréttastofu að lokað hafi verið fyrir nýskráningar og opnað fyrir biðlista þann 16. janúar. Listinn telji um þrjú hundruð manns. Hún segir ýmsar skipulagsbreytingar hafa verið gerðar á gjaldskrá Hreyfingar undanfarið. Til að mynda sé búið að breyta vissum áskriftarleiðum og taka einhverjar út. Þá hafi aukin áhersla verið lögð á aukin gæði stöðvarinnar, til dæmis með lengri opnunartíma um helgar. Ágústa segist hafa séð þá þróun undanfarin ár að samhliða meðlimafjölda hafi komur á stöðina aukist. „Við höfum verið með rosalega mikið af aðildum og við erum búin að gera ákveðnar breytingar. Þannig að einhverjir meðlimir upplifa einhverja hækkun, sem hafa verið í aðild sem er mögulega dottin út,“ segir Ágústa. Í leið hafi verið bætt við þjónustu í einhverjum aðildarpökkum, til að mynda sé tími hjá þjálfara og aðgangur að líkamsástandsmælingatæki nú innifalinn í einhverjum áskriftarleiðum. „Það hafa verið svolítið mörg verð í gangi og margar mismunandi aðildir, bæði bundnar og óbundnar, og þannig að þetta hefur snúist um að einfalda hlutina og endurskipuleggja,“ segir Ágústa.
Líkamsræktarstöðvar Neytendur Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“