Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 09:03 Jóhann, til vinstri, og Björn, til hægri, ræddu stafrænar lausnir í heilbrigðiskerfinu í Bítinu í morgun. Bylgjan Jóhann G. Jóhannsson, meðstofnandi og stjórnarformaður Alvotech og partner Aztiq og Björn Zoega, framkvæmdastjóri á King Faisal Specialist Hospital and Research Centre, segja íslensk heilbrigðiskerfi eftir á. Það sé nauðsynlegt að skoða og taka ákvarðanir um innleiðingu stafrænna lausna. Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan. Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Með stafrænum lausnum eiga þeir við að heilbrigðisstarfsfólk noti tölvur, tækni og gervigreind til að veita sjúklingum bestu mögulegu þjónustu sem völ er á. Björn og Jóhann ræddu innleiðingu stafrænna lausna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Alvotech heldur ráðstefnu um sama mál í dag. „Við ráðum ekkert við að þjónusta heilbrigðiskerfið með sama starfsfólki endalaust, það verður að nýta þessa þekkingu sem er á stafrænum hluta, alla tækniþekkingu,“ segir Björn. Hann segir það almenna þekkingu að heilbrigðiskerfið er eftir á þegar kemur að innleiðingu tækniþjónustu. Ef litið er til dæmis bankakerfisins sé hægt að sjá að möguleikarnir eru margir. Björn segir það ekki gilda bara um Ísland, þetta eigi við um heilbrigðiskerfi um allan heim. „Það viðurkenna allir að heilbrigðiskerfi um allan heim hafa verið sein að taka upp þessi kerfi. Það hefur með það að gera að fólk hefur viljað fara varlega í hlutina, þetta er meira líf og limi, en nú verðum við að hlaupa hraðar,“ segir Björn. Jóhann segir ýmislegt hægt að gera og segir frá til dæmis sænskri lausn um heilsugæslu á netinu. Þar fái fólk spjall við lækni og jafnvel greiningu í gegnum fjarviðtal. Þetta gæti til dæmis nýst fólki á landsbyggðinni vel. Hann segir þetta áhugaverðan kost og að einhverju leyti sé ekki val um að gera þetta ekki, það sé nauðsyn. Sjá einnig: Hundrað manna hjúkrunarheimili gæti sparað tugi milljóna með smáforriti Eykur öryggi og framleiðni Þá segir Jóhann einnig frá rafrænum sjúkraskrám sem geti aukið framleiðni og öryggi því kerfið er gagnsærra en þau sem hafa verið notuð áður. Björn segir stóra vandamálið að koma þessum kerfum í nýtingu og samþættingin sé það sem er flóknast við það, að hleypa bæði starfsfólki og sjúklingum inn í kerfin. Jóhann segir að fjárhagslega myndi svona lausn borga sig upp á nokkrum árum. Hann segir hægt að innleiða þessi tvö kerfi á Íslandi. Það séu innviðir, starfsfólk og tækni til staðar til að gera það. Það eina sem vanti er að taka ákvörðun. Björn segir að á Íslandi vanti ekki peninga, heldur að þora að taka skrefið og gera réttu hlutina. Á Íslandi sé líka ákveðin skammsýni og „passívar ákvarðanir“ eða ekki teknar ákvarðanir. Hægt er að hlusta á viðtalið við Björn og Jóhann að ofan.
Bítið Tækni Gervigreind Heilbrigðismál Stafræn þróun Bylgjan Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira