Lífið

Birgitta Líf grínast: Segir risamynd af sér fylgja með í kaupunum

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jón Boði er tíður gestur í World Class líkt og restin af fjölskyldunni.
Jón Boði er tíður gestur í World Class líkt og restin af fjölskyldunni.

Jón Boði Björnsson, einn hraustasti eldri borgari landsins og fyrrum matreiðslumaður og bryti, hefur sett einbýlishús sitt við Langafit í Garðabæ á sölu. Jón Boði er afi Birgittu Lífar Björnsdóttur, áhrifavalds og markaðsstjóra World Class.

Birgitta Líf deildi fasteignaauglýsingunni á Instagram með textanum: „Á besta stað með mikla möguleika. Full size myndin af mér fylgir hæstbjóðanda.“ Umrædd mynd er gamalt auglýsingaskilti frá World Class, þar má einnig sjá aðra mynd af bróður hennar, Birni Boða.

Hús Jóns var byggt árið 1963 og er á einni hæð. Eignin er 190 fermetrar að stærð og skiptist í stórar og opnar stofur, eldhús, fjögur svefnherbergi og tvö baðherbergi.

Fram kemur í lýsingu eignarinnar á fasteignavef Vísis að húsið er að mestu leiti í sínu upprunalega ástandi og þarfnast viðhalds.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.