Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Lovísa Arnardóttir skrifar 20. mars 2025 10:26 Malbika á götur um alla borg í sumar. Vísir/Vilhelm Malbikað verður fyrir einn milljarð í Reykjavík í sumar og til viðbótar verður farið í malbiksviðgerðir fyrir 200 milljónir króna. Gert er ráð fyrir því að hægt verði að hefja framkvæmdir við fræsun og yfirlagnir í maí og áætlað er að þeim ljúki í september. Malbiksviðgerðir eru unnar allt árið og samhliða fræsun og yfirlögnum. Gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 svari til tæplega 21 kílómetra af gatnakerfinu, eða 5 prósent. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars. Þar er einnig fjallað um nýtt minnisblað Eflu þar sem fjallað er um stöðu og áætlaða viðhaldsþörf gatna í Reykjavík. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi. Hlutfall gatna í góðu ástandi, þar sem meira en fimm ár eftir af líftíma, hefur haldist sambærilegt, eða um 58 til 66 prósent af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15 prósent í 6 prósent nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1 til 5 ár eftir af líftíma sínum. Þar kemur einnig fram að áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22 til 30 kílómetrar á ári, sem er um 5 til 7 prósent af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Götur eða götukaflar í forgangi. Reykjavíkurborg Göturnar eða götukaflarnir sem eru í forgangi í ár eru: Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara). Malbikunarsjá á vefnum Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið. Reykjavík Skipulag Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira
Gert er ráð fyrir að endurnýjun gatna fyrir árið 2025 svari til tæplega 21 kílómetra af gatnakerfinu, eða 5 prósent. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að borgarráð heimilaði umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út malbikunarframkvæmdir ársins á fundi sínum fimmtudaginn 13. mars. Þar er einnig fjallað um nýtt minnisblað Eflu þar sem fjallað er um stöðu og áætlaða viðhaldsþörf gatna í Reykjavík. Þar segir að ástand gatnakerfis Reykjavíkurborgar hafi haldist nokkuð stöðugt undanfarin ár og sé í ásættanlegu ástandi. Hlutfall gatna í góðu ástandi, þar sem meira en fimm ár eftir af líftíma, hefur haldist sambærilegt, eða um 58 til 66 prósent af gatnakerfinu. Hlutfall gatna í slæmu ástandi, þar sem líftími þess er liðinn, hefur farið hægt batnandi síðastliðin ár, úr 15 prósent í 6 prósent nú í janúar, sem er sögulegt lágmark. Hins vegar á tæplega þriðjungur gatnakerfisins um 1 til 5 ár eftir af líftíma sínum. Þar kemur einnig fram að áætluð þörf til endurnýjunar slitlaga hefur einnig haldist sambærileg nú í nokkur ár, eða á milli 22 til 30 kílómetrar á ári, sem er um 5 til 7 prósent af heildar gatnakerfi Reykjavíkurborgar. Götur eða götukaflar í forgangi. Reykjavíkurborg Göturnar eða götukaflarnir sem eru í forgangi í ár eru: Akurgerði ( Sogavegur - Breiðagerði ) Austurbrún, Álfabakki, Álmgerði ( Stóragerði - Furugerði ) Ásvallagata, Bakkastaðir nr. 1-75 ( Bakkastaðir aðalgata - inn í enda ), Barmahlíð, Barónstígur, Bergstaðastræti, Berjarimi ( Berjarimi nr. 65 - inn í enda ), Bjargarstígur, Borgartún - hringtorg v/Sóltún, Borgavegur – Smárarimatorg, Borgavegur ( Langirimi – Víkurvegur), Borgavegur ( Sóleyjarrimi - Spöng ), Borgavegur/Móavegur, tengivegur Brávallagata nr. 40-50, Breiðagerði ( Mosgerði - Sogavegur ), Breiðhöfði ( Straumur - Bíldshöfði ), Bústaðavegur ( Grensásvegur - Réttarholtsvegur ), Bæjarháls (Rofabær - Höfðabakki ) st. 15 -248, Dvergshöfði (Höfðabakki - Höfðabakki nr. 3), Fannafold nr. 134-156, Fannafold nr. 158-170, Fannafold nr. 225-251 Félagstún, að Höfða, Fjallkonuvegur ( Funafold - Logafold ), Fjallkonuvegur (Logafold - Gagnvegur), Fríkirkjuvegur ( Lækjargata - Fríkirkja ), Frostafold nr. 1-25, Frostafold nr. 40-62 og 165-187 Furugerði ( Álmgerði - Furugerði nr. 7 ), Gamla Hringbraut ( Vatnsmýrarvegur - Laufásvegur ), Golfskálavegur, Grænlandsleið, Gvendargeisli, Helgugrund nr. 1-10 Hellusund, Hesthúsavegur (Víðidalur), Hofsgrund, Hólastekkur (Hamrastekkur), Hverfisgata ( Frakkastígur – Vitastígur)m Hverfisgata ( Ingólfsstræti - Smiðjustígur ), Hverfisgata ( Vatnsstígur - Frakkastígur ), Hverfisgata (Klapparstígur - Vatnsstígur ), Jaðarsel ( Kögursel - Klyfjasel ), Jaðarsel (Kambasel - Útvarpsstöðvarvegur ), Jörfagrund nr. 1-14, Klukkurimi (Langirimi - inn í enda) Korpúlfsstaðavegur (Víkurvegur - Garðastaðir), Kringlan hringur ( Rampur að Miklabraut - suður að hraðahindrun ) Langagerði nr. 30-46, Langagerði nr. 94-112, Laugarnesvegur (Kirkjusandur - Kleppsvegur), Laugateigur (Gullteigur - Reykjavegur), Lindarvað (Bugða - inn í enda), Ljárskógar (10-16, 1-7, 2-8, 9-15), Logafold (116-122, 55-75), Mosavegur (Skólavegur - að þrengingu), Móavegur (Vættarborgir - inn í enda ), Nauthólsvegur (Nauthólsvík - inn í botn ), Norðlingabraut ( Árvað - Helluvað ) st. 3 - 690 Norðurfell (Vesturberg - Eddufell ), Ofanleiti ( Efstaleiti - Neðstaleiti ), Rafstöðvarvegur (rampi frá Vesturlandsvegi - Rafstöðvarvegur nr.1 ) Rauðalækur ( Bugðulækur - Dalbraut ) st. 245 – 558, Reykjavegur - hringtorg við Engjaveg / Sigtún Reykjavegur ( Sundlaugavegur - Kirkjuteigur ) Reykjavegur við Laugardalsvöll, Rofabær / Selásbraut ( Fylkisvegur - Hraunsás) Skeiðarvogur ( Mörkin - Suðurlandsbraut ), Skildingatangi ( Skildinganes - inn í botn ) Skólabrú, ( Lækjargata - Kirkjutorg ) st. 16 – 46, Sogavegur ( Sogavegur nr. 164 - Tunguvegur ), Sogavegur ( Tunguvegur - Sogavegur nr. 224 ), Spöngin ( hringtorg við Mosaveg ), Stangarholt nr. 3-9, Steinagerði ( Breiðagerði - inn í enda ), Stekkjarbakki til Breiðholtsbrautar ( Arnarbakki - Breiðholtsbraut ), Stóragerði ( Brekkugerði - Álmgerði ), Strýtusel (10-22, 1-7, 2-8, 9-15), Suðurgata (Brynjólfsgata – Hringbraut, Suðurgata (Hjarðarhagi - Brynjólfsgata ), Suðurlandsbraut, ( Reykjavegur - Kringlumýrarbraut ) Suðurlandsbraut ( Kringlumýrarbraut - Hallarmúli ), Sæbraut ( gatnamótasvæðið við Faxagötu og akrein til vesturs að Hörpu ), Sævarhöfði, rampi frá Gullinbrú, Teigagerði (Breiðagerði - inn í enda ),Túngata, Urðarbrunnur ( Skyggnisbraut - Úlfarsbraut ), Vesturgata, Vesturhólar ( Haukshólar - Norðurhólar ), Viðarrimi nr. 29-65, Vonarstræti (Lækjargata - Tjarnargata ), Þönglabakki ( Stekkjarbakki – bílakjallara). Malbikunarsjá á vefnum Hægt er að fylgjast með malbikunarframkvæmdum í Reykjavík í kortasjá á vef borgarinnar. Þar er hægt að skoða hvað er framundan, í gangi og hvaða framkvæmdum er lokið.
Reykjavík Skipulag Vegagerð Umferð Umferðaröryggi Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Hvalreki á Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Sjá meira