Þar segir að Hersir muni nú starfa sem forstöðumaður samskipta og fjárfestatengsla. Auk þess verði hann aðstoðarmaður forstjóra. Þar að auki muni hann vinna með framkvæmdastjórn að innleiðingu nýrrar stefnu félagsins.
Líkt og áður segir starfaði Hersir sem aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar þegar hann var forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðherra.
Hann er lögfræðingur að mennt, frá Háskóla Íslands, og hefur lokið prófi í verðbréfaviðskiptum. Áður starfaði Hersir meðal annars sem lögfræðingur Ölmu íbúðafélags, hjá LOGOS lögmannsþjónustu og sem fréttamaður og þáttastjórnandi á Stöð 2 og mbl.is.

Fram kemur að Steindór muni starfa sem forstöðumaður viðskiptaþróunar og vörustýringar á fyrirtækjamarkaði. Þar muni hann leiða uppbyggingu fyrirtækjalausna Símans, sem er ný deild hjá félaginu.
Steindór er með M.Sc. gráðu í verkfræði frá DTU í Danmörku og hefur 25 ára reynslu af sérfræði- og stjórnunarstörfum innan nýsköpunar og vöruþróunar. Steindór kemur frá Controlant þar sem hann var lengst af í hlutverki forstöðumanns þróunar, en áður starfaði hann hjá Marorku, Símanum, Industria og Nokia.