Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 20. mars 2025 13:47 Dóra Guðrún Guðmundsdóttir er einn helsti sérfræðingur Íslands í hamingjurannsóknum. Rannsókn bendir til þess að Íslendingar hrapi niður lista hamingjusömustu þjóða í heimi og því fylgir aukinn kostnaður í heilbrigðiskerfinu. Ísland deilir öðru til þriðja sæti listans með Dönum en Finnar toppa listann. Auðveld leið til félagslegra tengsla og áhrif á eigin líf skipta sköpum. Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 20. mars sem Alþjóðlega hamingjudaginn. Af því tilefni standa embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ fyrir málþingi í hátíðarsal HÍ kl. 13-16. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá landlæknisembættinu og sérfræðingur í hamingjurannsóknum, segir að lykilinn að hamingju Íslendinga sé meðal annars hversu auðvelt við eigum með að rækta félagsleg tengsl og einnig hvernig við getum haft áhrif á okkar á eigið líf. Hún verður ásamt Höllu Tómasdóttur með arinspjall á málþinginu um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar ræddi Dóra um málþingið og nýútkoma alþjóðlega hamingjuskýrslu á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en þar deilir Ísland 2-3. sætinu með Danmörku þó finna megi niðursveiflu í ákveðnum þáttum. „Við höfum tekið þessa hefð að halda Alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan með málþingi, þarna munum við fara yfir hvað það er sem hefur áhrif á hamingju og hvað skipti máli. Við erum svo heppin að hafa forseta Íslands með okkur sem ætlar líka að fara í spjall um samkennd og kærleika og riddara kærleikans,“ segir Dóra Guðrún. „Við erum að sjá það að hamingja Íslendinga hefur farið aðeins dvínandi þó við séum að skora hátt í alþjóðlegum samanburði. Við erum núna í 2.-3. sæti með Danmörku en Vesturlönd eru engu að síður að dvína í hamingju ef við getum sagt svo að helsta orsökin fyrir því er skortur á félagslegum tengslum.“ Þau séu afar mikilvæg. „Það er svona þáttur sem spáir mest fyrir um hamingju. Þannig að við erum svolítið að skoða hvernig getum við eflt umræðu um þetta í samfélaginu. Hvernig getum við gefið meira af okkur, tekið meira þátt í samfélaginu og þar eru svona riddarar kærleikans líka svona nálgun sem getur hjálpað til að tengja okur saman, sjá það jákvæða og lyfta því upp. Láta gott af okkur leiða. Sem mun veita okkur meiri hamingju.“ Dvínandi hamingju í vestrænum samfélögum megi einna helst rekja til líðan ungs fólks. „Fyrsta og mest áberanda skýringin er aukinn einmanaleiki og skortur á félagslegum tenglsum og þess vegna erum við að leggja þessa áherslu á mikilvægi félagslegra tengsla, samkennd og kærleika á málþinginu í dag.“ Að Ísland vermi eitt toppsæta listans megi rekja til þess að Íslendingar eigi auðvelt með að rækta félagsleg tengsl. „Við erum lítið samfélag og það er auðvelt fyrir okkur að vera í sambandi við fólk sem okkur langar að vera í sambandi við. Það eru ekki fjarlægðir allavega sem koma í veg fyrir það. Við erum friðsamasta land í heimi, það er hátt traust hérna. Það kemur líka fram þarna að við skorum hátt í því að geta haft áhrif og eitthvað að segja um okkar eigið líf. Hér geta langflestir sem vilja farið í nám, það er ekki fyrir fáa útvalda, við erum ekki með þannig gjöld að það sé algjörlega hindrandi. Við erum með styrktarkerfi og við erum með velferðarsamfélag sem styður við þá sem minna mega sín og við þurfum líka að styrkja það enn frekar. Við höfum alla burði til þess að geta búið öllum gott líf og það skiptir máli að í sjálfu sér er það mikilvægast að allir geti eignast hamingjuríkt og gott líf.“ Þá bendir Dóra á nýlega breska rannsókn sem bendir til þess að þegar þjóðir fari að falla niður um sæti á listanum yfir hamingjusömustu þjóðirnar aukist kostnaður heilbrigðsikerfisins gríðarlega. Háskólar Geðheilbrigði Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar hafa útnefnt 20. mars sem Alþjóðlega hamingjudaginn. Af því tilefni standa embætti landlæknis, Félag Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og Endurmenntun HÍ fyrir málþingi í hátíðarsal HÍ kl. 13-16. Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri Lýðheilsu hjá landlæknisembættinu og sérfræðingur í hamingjurannsóknum, segir að lykilinn að hamingju Íslendinga sé meðal annars hversu auðvelt við eigum með að rækta félagsleg tengsl og einnig hvernig við getum haft áhrif á okkar á eigið líf. Hún verður ásamt Höllu Tómasdóttur með arinspjall á málþinginu um hamingju, samkennd og Riddara kærleikans. Í hádegisfréttum Bylgjunnar ræddi Dóra um málþingið og nýútkoma alþjóðlega hamingjuskýrslu á vegum stofnunar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun en þar deilir Ísland 2-3. sætinu með Danmörku þó finna megi niðursveiflu í ákveðnum þáttum. „Við höfum tekið þessa hefð að halda Alþjóðlega hamingjudaginn hátíðlegan með málþingi, þarna munum við fara yfir hvað það er sem hefur áhrif á hamingju og hvað skipti máli. Við erum svo heppin að hafa forseta Íslands með okkur sem ætlar líka að fara í spjall um samkennd og kærleika og riddara kærleikans,“ segir Dóra Guðrún. „Við erum að sjá það að hamingja Íslendinga hefur farið aðeins dvínandi þó við séum að skora hátt í alþjóðlegum samanburði. Við erum núna í 2.-3. sæti með Danmörku en Vesturlönd eru engu að síður að dvína í hamingju ef við getum sagt svo að helsta orsökin fyrir því er skortur á félagslegum tengslum.“ Þau séu afar mikilvæg. „Það er svona þáttur sem spáir mest fyrir um hamingju. Þannig að við erum svolítið að skoða hvernig getum við eflt umræðu um þetta í samfélaginu. Hvernig getum við gefið meira af okkur, tekið meira þátt í samfélaginu og þar eru svona riddarar kærleikans líka svona nálgun sem getur hjálpað til að tengja okur saman, sjá það jákvæða og lyfta því upp. Láta gott af okkur leiða. Sem mun veita okkur meiri hamingju.“ Dvínandi hamingju í vestrænum samfélögum megi einna helst rekja til líðan ungs fólks. „Fyrsta og mest áberanda skýringin er aukinn einmanaleiki og skortur á félagslegum tenglsum og þess vegna erum við að leggja þessa áherslu á mikilvægi félagslegra tengsla, samkennd og kærleika á málþinginu í dag.“ Að Ísland vermi eitt toppsæta listans megi rekja til þess að Íslendingar eigi auðvelt með að rækta félagsleg tengsl. „Við erum lítið samfélag og það er auðvelt fyrir okkur að vera í sambandi við fólk sem okkur langar að vera í sambandi við. Það eru ekki fjarlægðir allavega sem koma í veg fyrir það. Við erum friðsamasta land í heimi, það er hátt traust hérna. Það kemur líka fram þarna að við skorum hátt í því að geta haft áhrif og eitthvað að segja um okkar eigið líf. Hér geta langflestir sem vilja farið í nám, það er ekki fyrir fáa útvalda, við erum ekki með þannig gjöld að það sé algjörlega hindrandi. Við erum með styrktarkerfi og við erum með velferðarsamfélag sem styður við þá sem minna mega sín og við þurfum líka að styrkja það enn frekar. Við höfum alla burði til þess að geta búið öllum gott líf og það skiptir máli að í sjálfu sér er það mikilvægast að allir geti eignast hamingjuríkt og gott líf.“ Þá bendir Dóra á nýlega breska rannsókn sem bendir til þess að þegar þjóðir fari að falla niður um sæti á listanum yfir hamingjusömustu þjóðirnar aukist kostnaður heilbrigðsikerfisins gríðarlega.
Háskólar Geðheilbrigði Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Sjá meira