Fyrirskipar lokun menntamálaráðuneytisins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. mars 2025 07:13 Forsetinn undirritaði tilskipunina umkringdur skólabörnum. AP/Jose Luis Magana Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði forsetatilskipun í gær sem miðar að því að leggja niður menntamálaráðuneyti landsins. Forsetinn sagði tímabært að færa ríkjunum aftur nemendurna. Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira
Fréttaskýrendur vestanhafs segja um að ræða pólitískt sjónarspil, enda hefur forsetinn ekki vald til að leggja ráðuneytið niður heldur er það á forræði þingsins. Þá voru skilaboð Trump nokkuð misvísandi en á sama tíma og hann talaði um að leggja ráðuneyti niður sagði hann að það myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum. Trump hefur þegar grafið undan ráðuneytinu með því að segja upp meira en helmingi starfsfólksins og gera út um styrki að andvirði 600 milljón dala. Uppsagnirnar komu harðast niður á þeirri deild sem hefur haft umsjón með því að tryggja öllum nemendum aðgengi að menntun, óháð aðstæðum. Forsetinn sagði í gær að ráðuneytið myndi áfram sinna ákveðnum verkefnum, til að mynda að úthluta fjárhagsaðstoð til nemenda, lánum og styrkjum, og fjármagna úrræði fyrir nemendur með sérþarfir og styðja við skólaumdæmi þar sem margir nemenda byggju við fátækt. Einhverjum verkefnanna verður úthlutað til annarra ráðuneyta eða stofnana. Margir íhaldsmenn hafa talað fyrir því að leggja ráðuneytið niður og færa valdið yfir skólamálum aftur til ríkjanna og í hendur foreldra. Skoðanakannanir sýna hins vegar að tveir þriðjuhlutar þjóðarinnar eru á móti. Nokkur samtök hafa þegar lýst því yfir að þau hyggist höfða mál vegna ákvörðunarinnar, meðal annars American Federation of Teachers. New York Times fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Sjá meira