Stefnir þýskum orkurisa fyrir bráðnun jökla í Andesfjöllum Kjartan Kjartansson skrifar 21. mars 2025 14:29 Saúl Luciano Lliuya ræktar korn, bygg og kartöflur fyrir utan bæinn Huaraz í Andesfjöllum. Hann telur þýskt kolaorkufyrirtæki ábyrgt fyrir vaxandi flóðahættu af völdum bráðnunar jökla vegna hnattrænnar hlýnunar. Vísir/EPA Niðurstaða þýsks dómstóls í máli perúsks bónda gegn þýsku orkufyrirtæki er talin geta verið fordæmisgefandi um ábyrgð á áhrifum loftslagsbreytinga. Bóndinn krefst þess að orkufyrirtækið taki þátt í flóðvörnum á þeim forsendum að losun þess á gróðurhúsalofttegundum valdi bráðnun jökla í Andesfjöllum. Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu. Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Mál Saúl Luciano Lliuya gegn þýska orkufyrirtækinu RWE er áratugsgamalt en réttarhöld eru nú hafin í því í Hamm í Þýskalandi. Hann byggir á því að brennsla RWE á kolum hafi aukið flóðahættu þar sem hann býr í borginni Huaraz í Andesfjöll. „Vegna loftslagsneyðarinnar í Huaraz eru fjöllin, eru jöklarnir að bráðna. Ég er hér til að biðja um loftslagsréttlæti,“ sagði Lliuya sem er studdur aðgerðahópnum Germanwatch, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Hættan sem Lliuya vísar til er bráðnunarvatn sem rennur úr fjöllunum í Palcacocha-vatn og skapar hættu á flóðum. Hann segist hafa ákveðið að stefna RWE vegna þess að það sé einn stærsti mengandinn í Evrópu. Fyrirtækið hafi losað um 0,5 prósent þeirra gróðurhúsalofttegunda sem mannkynið hefur sleppt út í andrúmsloftið frá iðnbyltingu. Það ætti þess vegna að greiða samsvarandi hlutdeild í kostnaði sem fylgir því að aðlagast þeim loftslagsbreytingum sem hafa orðið. Krefst Lliuya þess að RWE greiði um 17.000 evrur, jafnvirði tæpra 2,5 milljóna króna, í flóðavörnum. Lögmenn RWE byggja á því að ekki sé hægt að láta einn losanda gróðurhúsalofttegunda sæta ábyrgð á hnattrænni hlýnun. Með sömu rökum væri hægt að lögsækja hvern einasta ökumann í landinu.
Perú Loftslagsmál Þýskaland Dómsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira