„Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 21. mars 2025 21:01 Sverrir segir frammistöðu mikilvægari en sigur í einvíginu. stöð 2 sport Sverrir Ingi Ingason segir leikkerfið sem nýi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson leggur upp með krefjast mikils af leikmönnum. Frammistaðan í gær hafi verið góð í ljósi þess að liðið fékk bara tvo daga til að slípa sig saman. Góð frammistaða sé mikilvægari en sigur í einvíginu. Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjá meira
Klippa: Sverrir Ingi á æfingasvæði Íslands „Menn eru bara að ná sér eftir leikinn og ferðalagið, auðvitað var þetta mikið ferðalag í nótt en að fínt að vera kominn snemma í morgun og geta nýtt daginn í endurheimt og meðhöndlanir. Við erum bara á fínum stað, í toppaðstæðum og ekki yfir neinu að kvarta“ sagði Sverrir í spænsku sólinni á æfingasvæðinu La Finca. „Verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga“ Þrátt fyrir tapið í gær var Sverrir sáttur með frammistöðu íslenska liðsins í leiknum. „Sérstaklega þegar við lítum á hlutina sem þjálfarinn lagði upp með fyrir leikinn, við verðum að átta okkur á því að við fengum tvo daga til að kynnast því hvernig hann vill að liðið spili… Það er alveg eðlilegt að fullt af hlutum gangi upp og aðrir hlutir gangi ekki nógu vel upp“ segir Sverrir sem var á leiðinni á liðsfund til að fara betur yfir atriðin sem þarf að laga fyrir seinni leikinn. Vill frekar frammistöðu en sigur „Auðvitað er það eitthvað sem við viljum gera en við verðum líka að horfa aðeins lengra en bara á þessa leiki. Við erum að koma í fyrsta skipti saman sem hópur með þessum þjálfara. Hann leggur miklar kröfur á okkur bæði sóknarlega og varnarlega og það er eðlilegt að það muni taka lengri tíma“ sagði Sverrir og talaði um að næstu fjórir leikir Íslands verði notaðir til að fínslípa liðið fyrir undankeppni HM sem hefst í haust. Það væru „stóru verðlaunin.“ „[Arnar] sagði við okkur að hann vill frekar að við reynum að gera hlutina rétt og reynum að gera það sem við viljum gera. Frekar en að grísa á einhverja sigra hér og þar á meðan.“ Hundrað leikja maður mættur í hópinn Ísland slapp út úr leiknum í gærkvöldi án þess að missa menn í meiðsli eða leikbönn. Jóhann Berg Guðmundsson bættist svo í hópinn og tók þátt á æfingu í dag. „Það gefur okkur mikið. Hann er að fara að spila sinn hundraðasta landsleik þannig að hann veit nákvæmlega hvað þetta snýst um. Frábært að hann sé orðinn heill heilsu og getur hjálpað okkur mikið“ sagði Sverrir um komu Jóhanns. Lyfjaprófaður í sífellu Sverrir er grunsamlegur maður, að mati eftirlitsaðila alþjóða lyfjaeftirlitsins (WADA). Hann þurfti að fara í lyfjapróf eftir leikinn í gær. Eftir því sem maður heyrir er það að gerast ansi oft, það hlýtur að vera pirrandi? „Já, þetta er eitthvað sem þú nennir ekki að standa eftir leik eins og í gær. Þar sem þú þarft að drífa þig út á flugvöll og ferðalag. Það er bara af þessu, en ég hef síðustu misseri með landsliðinu verið tekinn grunsamlega oft, þannig að ég veit ekki hvort þeir séu á eftir mér eða eitthvað“ sagði Sverrir léttur að lokum. Viðtalið í heild sinni má finna efst í fréttinni. Seinni leikur Íslands og Kósovó hefst klukkan 17:00 á sunnudaginn og verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Átta ára Rory McIlroy æfði sig í að hitta inn í þvottavél mömmu sinnar Golf Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn Andriy Shevchenko á leið til Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Andriy Shevchenko á leið til Íslands Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Fékk dauðan grís í verðlaun Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Sjá meira