Innlent

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Lögreglan er með viðbúnað á svæðinu og kafarar leita mannsins.
Lögreglan er með viðbúnað á svæðinu og kafarar leita mannsins. Vísir

Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Leit stendur yfir og að henni koma kafarar, björgunarskip Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Þetta staðfestir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hann segir að tilkynning hafi borist til lögreglu klukkan átta í morgun.

Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir að björgunarskip frá slysavarnarfélaginu Landsbjörg hafi verið boðaðar út í morgun.

Að leitinni komi björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Akranesi.

Uppfært kl 14:20

Ásgeir Þór segir að leitin hafi ekki borið árangur hingað

„Það er búið að leita í allan dag, ganga fjörur, nota dróna, þyrlur og báta og svoleiðis. En það er enn verið að leita og leit heldur áfram fram eftir degi,“ segir hann.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið búin að fara yfir allt það svæði sem beðið var um upp úr hádegi í dag, og hún sé ekki lengur við leit.

Vísir
Vísir
Aðsend/Arnór Ragnar Þorleifsson
Aðsend/Arnór Ragnar Þorleifsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×