Fótbolti

Tvær ó­líkar í­þróttir heima og úti: „Viljum vera aggressívari og taka meiri sénsa“

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Arnar Gunnlaugson vill sjá meiri sénsa tekna í dag.
Arnar Gunnlaugson vill sjá meiri sénsa tekna í dag.

„Auðvitað hefðum við viljað betri úrslit en það er enginn heimsendir í tveggja leikja einvígi. Við erum nokkuð brattir“ segir landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson, sem mun nálgast leikinn í dag eins og „alvöru heimaleik“ þrátt fyrir að vera víðs fjarri Laugardalnum. Ísland þarf að sækja til sigurs eftir 2-1 tap gegn Kósovó í fyrri leiknum.

„Það eru ekki margir hlutir sem þarf að laga alvarlega, smá tweak hingað og þangað og þá ættum við að vera góðir. Á heimavelli núna og vonandi getum við sýnt enn betri frammistöðu, stigið aðeins meira á þá og pressað aðeins betur.“

Tvær ólíkar íþróttir heima og úti

Arnar talar um heimavöll Íslands og leggur mikið upp úr því að þar þurfi að sýna enn betri frammistöðu, þó Ísland sé auðvitað ekki á sínum vanalega heimavelli í Laugardalnum. Leikurinn fer fram í Murcia á Spáni.

„Við leggjum leikinn upp þannig að þetta sé okkur heimavöllur… Við viljum vera aðeins aggressívari og taka aðeins meiri sénsa, sækja sigrana í stað þess að bíða eftir þeim. Á útivöllum viljum við auðvitað ná í góð úrslit en það verður alltaf erfiðara. 

Þetta er merkileg íþrótt með það að gera, þetta eru eins og tvær ólíkar íþróttir heima- og útileikur. En að sjálfsögðu nálgumst við leikinn [í dag] eins og alvöru heimaleik“ sagði Arnar í viðtali sem Aron Guðmundsson tók við hann eftir blaðamannafundinn í gær og má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: Arnar Gunnlaugsson fyrir seinni Kósovóleikinn

Viðtalið við Arnar má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Seinni leikur Ís­lands og Kó­sovó í um­spili fyrir sæti í B-deild Þjóða­deildarinnar verður sýndur í opinni dag­skrá á Stöð 2 Sport í dag klukkan fimm. Upp­hitun fyrir leikinn hefst hálftíma fyrr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×