Sport

Lucie setti nýtt Evrópu­met og vann brons

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lucie Stefaniková með bronsverðlaunin sem hún fékk í gær.
Lucie Stefaniková með bronsverðlaunin sem hún fékk í gær. kraftlyftingasamband íslands

Lucie Stefaniková vann til bronsverðlauna í -76 kg flokki á Evrópumótinu í klassískum kraftlyftingum í gær. Hún setti nýtt Evrópumet í hnébeygju.

Keppnin gat varla byrjað betur fyrir Lucie en í fyrstu grein, hnébeygju, setti hún nýtt Evrópumet með 211 kg lyftu. 

Lucie og Mara Hames frá Þýskalandi börðust um metið í dag. Mara bætti metið fyrst þegar hún lyfti 210,5 kg í annarri tilraun og í framhaldi af því lyfti Lucie 211 kg og tók metið af henni. Mara reyndi síðan við 215,5 kg í þriðju tilraun en án árangurs. Þá reyndi Lucie við 216 kg til að bæta metið enn frekar en það gekk ekki. 

Myndband af metlyftu Lucie má sjá með því að smella hér.

Í bekkpressu lyfti Lucie svo 120 kg sem var persónuleg bæting hjá henni og í réttstöðulyftu lyfti hún 232,5 kg og varð fjórða í þeirri grein. 

Samanlagt lyfti hún 563,5 kg sem tryggðu henni bronsverðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×