Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. mars 2025 17:49 Orri Steinn Óskarsson skoraði mark Íslands. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. Þetta var annar leikur liðanna í umspili um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, en Kósovó vann fyrri leikinn 2-1. Ísland mátti þola 1-3 tap í kvöld, í leik þar sem Aron Einar Gunnarsson lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Samanlögð niðurstaða því 5-2 sigur Kósovó sem mun leika í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta tímabili, en Ísland fellur niður í C-deild. Það var landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sem kom Íslandi yfir í leiknum með marki strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni. Klippa: 1-0 fyrir Ísland Íslenska liðið náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Kósovó hefur verið með yfirhöndina á vellinum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Gestunum tókst svo loksins að jafna metin á 35. mínútu þegar framherjinn Vedat Muriqi skilaði boltanum yfir liðinuna og jafnaði metin fyrir Kósovó. Klippa: Kósóvó jafnar leikinn Muriqi var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Íslands. Þar hafði hann nægan tíma til að stilla sér upp og smeygja boltanum framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni með síðustu spyrnu hálfleiksins og staðan því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Klippa: 1-2 fyrir Kósóvó Aron Einar Gunnarsson mætti svo inn á í hálfleik, en óhætt er að segja að hann hafi ekki átt draumainnkomu. Aron nældi sér í gult spjald eftir rétt rúmlega tveggja mínútna veru á vellinum og annað rúmum tuttugu mínútum síðar og þar með rautt. Klippa: Aron rekinn af velli Gestirnir stráðu svo salti í sárin þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Enn eina ferðina var Vedat Muriqi á ferðinni og þrennan fullkomnuð. Klippa: 1-3 fyrir Kósovó Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira
Þetta var annar leikur liðanna í umspili um áframhaldandi sæti í B-deild Þjóðadeildarinnar, en Kósovó vann fyrri leikinn 2-1. Ísland mátti þola 1-3 tap í kvöld, í leik þar sem Aron Einar Gunnarsson lét reka sig af velli með sitt annað gula spjald þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka. Samanlögð niðurstaða því 5-2 sigur Kósovó sem mun leika í B-deild Þjóðadeildarinnar á næsta tímabili, en Ísland fellur niður í C-deild. Það var landsliðsfyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson sem kom Íslandi yfir í leiknum með marki strax á annarri mínútu eftir hornspyrnu frá Alberti Guðmundssyni. Klippa: 1-0 fyrir Ísland Íslenska liðið náði þó ekki að fylgja góðri byrjun eftir og Kósovó hefur verið með yfirhöndina á vellinum stærstan hluta fyrri hálfleiksins. Gestunum tókst svo loksins að jafna metin á 35. mínútu þegar framherjinn Vedat Muriqi skilaði boltanum yfir liðinuna og jafnaði metin fyrir Kósovó. Klippa: Kósóvó jafnar leikinn Muriqi var svo aftur á ferðinni í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar hann slapp einn inn fyrir vörn Íslands. Þar hafði hann nægan tíma til að stilla sér upp og smeygja boltanum framhjá Hákoni Rafni Valdimarssyni með síðustu spyrnu hálfleiksins og staðan því 1-2 þegar liðin gengu til búningsherbergja. Klippa: 1-2 fyrir Kósóvó Aron Einar Gunnarsson mætti svo inn á í hálfleik, en óhætt er að segja að hann hafi ekki átt draumainnkomu. Aron nældi sér í gult spjald eftir rétt rúmlega tveggja mínútna veru á vellinum og annað rúmum tuttugu mínútum síðar og þar með rautt. Klippa: Aron rekinn af velli Gestirnir stráðu svo salti í sárin þegar rúmar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Enn eina ferðina var Vedat Muriqi á ferðinni og þrennan fullkomnuð. Klippa: 1-3 fyrir Kósovó
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Dyche æfur eftir tapið Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Sjá meira