„Horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið“ Sindri Sverrisson skrifar 23. mars 2025 19:31 Stefán Teitur Þórðarson ræddi við Stöð 2 Sport strax eftir leik í kvöld. Stöð 2 Sport „Mér fannst þeir vera yfir í flestöllu af þessu einfalda. Keyrðu svolítið yfir okkur á því. Tilfinningarnar eru ömurlegar,“ segir Stefán Teitur Þórðarson sem óvænt lék sem miðvörður í fyrri hálfleik gegn Kósovó í kvöld. Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Viðtalið við Stefán má sjá hér að neðan. Klippa: Stefán Teitur eftir tapið gegn Kósóvó Ísland var 2-1 undir í hálfleik og tapaði leiknum 3-1, og því einvíginu samtals 5-2. Því spilar liðið í C-deild Þjóðadeildarinnar á næstu leiktíð. Stefán Teitur er ekki vanur miðvörður en var skellt í miðja vörn Íslands í kvöld. Hvernig horfir varnarframmistaða liðsins við honum? „Hún er ekki góð þegar við fáum á okkur þrjú mörk. Mér finnst það ekki skipta máli þannig séð hvort ég sé að spila sem hafsent í fyrsta skipti eða ekki. Ég spila sem djúpur miðjumaður og á að geta leyst þetta hlutverk betur en ég gerði í dag. Ég spila bara þar sem Arnar segir mér að spila,“ segir Stefán í viðtali við Aron Guðmundsson sem sjá má hér að ofan. „Þriðja markið þeirra er bara soft. Við eigum að koma boltanum í burtu. Boltinn dettur inn í okkar markteig og það á aldrei mótherji að geta náð honum þar. Fyrsta markið er þegar ég tek góða tæklingu, droppa svo og reyni að kalla Bjarka út en það verður misskilningur á milli okkar og þeir fá gott hlaup þar inn. Síðan fer boltinn í takkana á Þóri þegar Sverrir stendur bakvið hann og er að fara að bomba í burtu. Við þurfum að fara í þessar stöður sem við erum settir í, gefa allt okkar hjarta og útlimi fyrir þjóðina, en því miður gekk það ekki upp í dag,“ segir Stefán Teitur. Leikirnir við Kósovó voru þeir fyrstu hjá Íslandi undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar. Hvað segir Stefán eftir þessa frumraun? „Ég horfi enn þá mjög jákvæður á framhaldið. Mér finnst Arnar hafa komið virkilega ferskur inn með þær hugmyndir sem hann hefur komið með. Við erum allir mjög spenntir en því miður sást það ekki í frammistöðunni í dag. Við horfum á þessa æfingaleiki í sumar við mjög sterkar þjóðir, physical þjóðir, sem góðan undirbúning fyrir haustið þegar við þurfum að gjöra svo vel og standa okkur,“ segir Stefán en Ísland mætir Skotlandi og Norður-Írlandi ytra í júní og svo er undankeppni HM í haust.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09 „Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02 Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49 Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Einkunnir Íslands: Martraðarinnkoma og fall úr B-deild Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 1-3 tap er liðið tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í umspili Þjóðadeildar UEFA í kvöld. 23. mars 2025 19:09
„Datt aldrei í hug að Arnar yrði lélegri en Arnar“ Íslendingar tjáðu sig tæpitungulaust um tapið slæma gegn Kósovó á Twitter, sem gengur nú undir nafninu X. Almennt mátti greina ansi mikla óánægju, þá sérstaklega í garð landsliðsþjálfarans sem lagði leikinn upp á áhugaverðan hátt. 23. mars 2025 19:02
Sjáðu mörkin úr leik Íslands og Kósovó Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu tók á móti Kósovó á óhefðbundnum heimavelli Íslands í Þjóðadeild UEFA í knattspyrnu. 23. mars 2025 17:49