Innlent

Leit ekki borið árangur

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Fjöldi fólks kom að leit að manni sem er talinn hafa farið í sjóinn við Kirkjusand í gærmorgun.
Fjöldi fólks kom að leit að manni sem er talinn hafa farið í sjóinn við Kirkjusand í gærmorgun.

Leit hélt áfram í dag að manni sem er talið að hafi farið í sjóinn við Kirkjusand í gær. Leitin skilaði ekki árangri.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu um verkefni dagsins frá 5 í morgun til 17 síðdegis.

Umfangsmikil leit stóð yfir í gær og að henni komu kafarar, björgunarskip Landsbjargar, og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, sagði við fréttastofu í morgun að lögreglan hafi óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar til áframhaldandi leitar fyrir hádegi í dag.

Sjá einnig: Leita áfram við Kirkjusand

Tilkynning barst lögreglunni í gær um að grunur væri um að maður hefði farið í sjóinn við Kirkjusand klukkan átta í gærmorgun. 

Leit stóð yfir fram eftir degi og að henni komu meðal annars björgunarsveitir af höfuðborgarsvæðinu og Akranesi. Leitarfólk gekk eftir fjörunni auk þess sem notaðir voru drónar, þyrlur og bátar við leitina.


Tengdar fréttir

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn

Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Leit stendur yfir og að henni koma kafarar, björgunarskip Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×