Einsleit Edda Jódís Skúladóttir skrifar 23. mars 2025 22:30 Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jódís Skúladóttir Edduverðlaunin Kvikmyndagerð á Íslandi Málefni trans fólks Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. október síðastliðinn hélt ég ræðu á Alþingi undir liðnum störf þingsins og fjallaði ég þar um myndina Ljósvíkingar. Í ræðu minni segi ég meðal annars „Íslensk kvikmyndagerð er á heimsmælikvarða. Hún skilar fjölda starfa, styrkir íslenska tungu og lyftir okkar samfélagi og menningu“ Myndin Ljósvíkingar hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli langt út fyrir landsteinana en í myndinni er fjallað um tvo málaflokka sem standa hjarta mínu nær en það eru verndun hins íslenska bátaarfs og málefni hinsegin fólks. Ég er svo sannarlega ekki ein um að hafa verið ánægð með myndina því hún hlaut gríðarlega góðar viðtökur í kvikmyndahúsum og í janúar var myndin sýnd á Palm Springs International Film Festival í Bandaríkjunum og hlaut þar standandi lófaklapp. Myndin er tilnefnd til fjölda Edduverðlauna. Alls eru tilnefningarnar níu talsins og eru þær meðal annars sem kvikmynd ársins, handrit ársins, leikari ársins í aðalhlutverki, leikkona ársins í auka hlutverki og leikstjóri ársins. Allt sjálfsagt verðskuldað. En það slær mig að sjá Örnu Magneu Danks ekki tilnefnda sem leikkonu ársins og verð að spyrja mig hverju það sætir. Arna Magnea Danks á stórleik í myndinni og hefur hlotið mikið lof fyrir frammistöðu sína. Eftir að myndin var sýnd í Barndaríkjunum var henni meðal annars líkt við leikkonuna Karla Sofía Gascón sem tilnefnd var til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni Emilia Pérex. En hvað veldur því að mynd, sem að mínu mati hefði aldrei náð sama flugi án aðal leikonunnar, sé tilnefnd til flestra verðlauna á Eddunni utan tilnefningar fyrir leikkonu ársins í aðal hlutverki? Arna Magnea sótti ekki Palm Springs hátíðina að þeirri einföldu ástæðu að íslenskt trans fólk treystir sér ekki til Bandaríkjanna eins og staðan er þar Vestan hafs. Aðför að réttindum trans fólks er bæði hörð og hættuleg þar vestra og dæmi eru um það að trans fólk sé hreinlega komið á flótta frá Bandaríkjunum vegna ógna Trumpstjórnarinnar í þeirra garð. Það var ánægjulegt að heyra utnaríkisráðherra, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, segja frá því á dögunum að Utanríkisráðuneytið undirbúi ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk. Það er raunverulega orðið hættulegt fyrir ákveðna hópa að ferðast á Vesturlölndum! Ísland er í fremst í röð þegar kemur að réttindum hinsegin fólks en orðræðan, bakslagið, þöggunin og glerþökin færast nær og eru byrjuð að hafa áhrif hér á litla Íslandi. Það að fyrsta opinberlega trans leikkonan sem hefur með stórleik sínum rutt brautina og er fyrirmynd fyrir ungt hinsegin listafólk sé ekki tilnefnd til Eddunnar er mér óskiljanlegt. Ég veit að það eru aldrei öll tilnefnd. Ég veit að oftast eru skiptar skoðanir um verðlaun og tilnefningar. En listin er okkar sterkasta tjáningarform í heimi sem stendur á tímamótum þegar kemur að mannréttindum. Í flestu er pólitík, við nýtum þau tækifæri sem við höfum til þess að standa með mannréttindum og koma okkar viðhorfum á framfæri. Arna Magnea Danks hefði að mínu mati verið vel að Edduverðlaunum komin en þær sem eru tilnefndar eru það líka. Málið snýst því fyrst og fremst um þá ótrúlegu niðurstöðu þeirra sem því ráða að Arna Magnea sé ekki tilnefndi til verðlauna fyrir frammistöðu sem sem hefur brotið blað í íslenskri kvikmyndasögu. Ég hef staðið með íslenskri kvikmyndagerð árum saman, hvort heldur sem aðstandandi og vinkona kvikmyndagerðarfólks og sem neytand íslenskra kvikmynda. En ekki síst nýtti ég rödd mína á meðan ég sat á þingi og barðist fyrir fjármögnun og viðurkenningu íslenskrar kvikmyndagerðar alls staðar þar sem ég hafði tækifæri til. Ég vona að íslensk kvikmyndagerð standi með mannréttindum og noti sín tækifæri til þess að efla, styðja og auðga fjölbreytta flóru. Ekki síst kvenna, hinsegin fólks og allra þeirra annara sem ekki njóta fyllstu forréttinda í íslensku samfélagi. Einhæft samfélag skapar einhæfa list, einhæf list skapar einhæft samfélag. Höfundur er fyrrverandi þingkona og áhugamanneskja um íslenska kvikmyndagerð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar