Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 10:31 Arnar Gunnlaugsson fer ekki vel af stað sem landsliðsþjálfari. Lárus Orri Sigurðsson segir ljóst að Arnar hafi gert klár mistök í liðsvali sínu í gær. Samsett/EPA/Stöð 2 Sport „Þetta er vont,“ var það fyrsta sem Lárus Orri Sigurðsson sagði eftir tapið gegn Kósovó í gær. Hann segir Arnar Gunnlaugsson hafa gert hrein og klár mistök með „ósanngjörnu“ vali sínu á byrjunarliði þar sem leikmenn léku í stöðum sem þeir þekkja ekki. Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan. Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira
Lárus og Kári Árnason fóru yfir málin með Kjartani Atla Kjartanssyni á Stöð 2 Sport í gærkvöld og má sjá brot úr umræðunum hér að neðan. Klippa: Umræða um Arnar eftir tapið gegn Kósovó Ísland tapaði 3-1 í gær og einvíginu við Kósovó samtals 5-2. Það verður því Kósovó sem spilar í fyrsta sinn í B-deild Þjóðadeildar á næstu leiktíð, haustið 2026, en Ísland spilar þá í C-deildinni í fyrsta sinn. „Þegar maður sá byrjunarliðið [í gær] þá óttaðist maður að þetta gæti farið illa. Maður var svona að vona að það væri kannski eitthvað gott í uppsiglingu og að þetta myndi ganga upp en maður óttaðist nákvæmlega það sem gerðist,“ sagði Lárus Orri í gærkvöld. „Klár mistök hjá Arnari“ Hann benti sérstaklega á það að Arnar skyldi stilla upp miðjumönnunum og Skagamönnunum Stefáni Teiti Þórðarsyni og Ísaki Bergmann Jóhannessyni sem varnarmönnum. „Ég veit að Arnar talar um það að hann vilji leikmenn sem geti leyst fleiri en eina og fleiri en tvær stöður og það er gott og vel. Það vilja allir þannig leikmenn. En þú getur ekki sett leikmenn í þessa stöðu sem hann setti Stefán og Ísak í. Það er ósanngjarnt gagnvart leikmönnunum og liðinu. Þetta getur ekki gengið upp. Eftir á að segja, þá eru þetta klár mistök hjá Arnari,“ sagði Lárus. „Þetta er vandamál hjá okkur“ Kjartan benti á að þarna mætti enn og aftur tala um það sem þríeykið hefur gjarnan þurft að ræða síðustu misseri – skort á varnarmönnum: „Okkur vantar hafsenta, það er ekkert launungarmál. Aron [Einar Gunnarsson] er tæknilega séð ekki hafsent. Hann hefur spilað aðeins sem slíkur en hann er ekki hafsent. Hann er djúpur miðjumaður. Þetta er vandamál hjá okkur,“ sagði Kári en brot úr umræðunni má sjá hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Fleiri fréttir Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti Byrjunarliðið gegn Sviss: Fyrirliðinn með eftir veikindin Uppgjör: Sviss - Ísland 2-0 | Stelpurnar úr leik eftir svekkjandi tap Ísland úr leik með tapi í kvöld Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss „Mamma kann að tækla þó hún sé á TikTok“ Léku eftir innköst Sveindísar á æfingum Ísland mætir óslípuðum demanti í kvöld EM í dag: Allt eða ekkert Ekki í „ljótustu“ treyjunum í kvöld Úr Boganum í stórleik á EM: „Það verða mikil læti“ Gaf lítið upp en er bjartsýn á sigur gegn Íslandi Sjá meira