Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar 24. mars 2025 14:00 Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Flokkur fólksins Sjávarútvegur Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Það er ekki aðeins gríðarlegur munur á verðlagningu á sambærilegum fiski á milli Íslands og næstu nágranna. Á meðfylgjandi mynd sést munurinn á verði á óslægðum þorski á frjálsum markaði á grænu línunni og verð á sama fiski í föstum viðskiptum tengdra aðila, eða á Verðalgsstofuverði dagana 5. til 18. febrúar sl á línunni þar fyrir neðan. Þetta eru sláandi tölur, en mesti verðmunur á sambærilega stórum þorski var nálægt 350 kr. Fyrir kílóið og mesti hlutfallslegi munur var 42 prósent. Þetta má útleggja sem afslátt sem fiskvinnsla sem samþætt er útgerð fær frá raunvirði hráefnis á markaði. Að auki má túlka ívilnandi vigtarreglu sem sérstakan ríkisstuðning við viðkomandi sjávarútvegsfyrirtæki umfram önnur. Ég tel þetta fyrirkomulag einn veigamesta þáttinn í samþjöppun í sjávarútvegi. Það er ekki rétt gefið fyrir þá fiskvinnslu sem ekki er tengd veiðum og sama má segja um minni útgerðir sem ekki reka fiskvinnslu en þau útgerðarfyrirtæki þurfa að greiða hærri laun og hærri hafnargjöld af raunvirði aflans. Núverandi ástand er óþolandi fyrir þjóðina sem eiganda auðlindarinnar og sjómenn. Samkeppnisstaða í greininni er rammskökk. Þeir sem reyna að réttlæta núverandi ástand halda því gjarnan fram að verð á frjálsum markaði endurspegli miklu frekar hátt jaðarverð sem myndi snarlækka ef meira magn færi á frjálsan markað á Íslandi. Það er auðvitað af og frá að þannig yrði það nema um skamman tíma, þar sem verðið ræðst af því þegar til lengdar lætur sem erlendir markaðir gefa í aðra hönd. Það er ekkert séríslenskt fiskverð til, þar sem aflinn er fluttur út að stærstum hluta á erlenda markaði. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun