Vilja herða mengunarvarnir í lögsögu Íslands Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 14:23 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn. Bannað var að brenna svartolíu við hafnir á Íslandi með reglugerð sem tók gildi í byrjun árs 2020. Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld ætlar að taka þátt í að stofna nýtt mengunarvarnarsvæði í lögsögu Íslands og sjö annarra ríkja. Verði tillaga um svæðið samþykkt verða hertar kröfur gerðar til nýrra skipa um losun brennisteins og köfnunarefnis. Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman. Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Tillagan um stofnun mengunarvarnasvæðisins verður tekin fyrir á fundi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar í næsta mánuði. Slík svæði eru þegar í Norðursjó, Eystrasalti, Miðjarðarhafi og í norsku lögsögunni auk þeirrar bandarísku og kanadísku. Auk Íslands á nýja mengunarvarnasvæðið AtlECA á að ná til lögsögu Grænlands, Færeyja, Bretlands, Írlands, Frakklands, Spánar og Portúgal, að því er segir í skriflegu svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins við fyrirspurn Vísis. Jóhann Páll Jóhannsson, ráðherra, kynnti tillöguna á ríkisstjórnarfundi á föstudag. Samþykkja þarf svæðið á vettvangi siglingamálastofnunarinnar þar sem ríki hafa almennt aðeins vald til þess að setja mengunarvarnareglur innan eigin tólf mílna landhelgi en ekki í allri tvö hundruð mílna lögsögu sinni eða á alþjóðlegum siglingaleiðum. Bláhvítröndóttasvæðið sýnir hvernig lagt er til að nýja mengunarvarnasvæðið á að liggja í Norður-Atlantshafi. Fjólubláu og grænu svæðin sýna núverandi mengunarvarnarsvæði.Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið Verði tillagan samþykkt á fundinum í apríl taka hertar reglur gildi árið 2027. Þær ná utan um mengun af völdum brennisteins- og köfnunarefnissambanda. Núverandi skipafloti væri undanþeginn reglunum sem næðu aðeins yfir ný og stærri skip frá þeim tíma sem reglurnar tækju gildi. Til þess að takmarka losun köfnunarefnissambanda þyrftu skip að vera útbúin hvarfakútum eða öðrum búnaði. Ráðuneytið segir að þar sem mjög hafi dregið úr notkun svartolíu í íslenskum skipum hafi sót- og brennisteinsmengun sömuleiðis dregist saman.
Loftgæði Umhverfismál Hafið Skipaflutningar Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira