Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar 24. mars 2025 15:31 Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Flokkur fólksins Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Haldið var fram að Ásthildur Lóa hefði átt í „ástarsambandi“ við 15 ára dreng, og að hún hefði verið einhvers konar leiðtogi í því starfi: „Barnamálaráðherra átti í ástarsambandi við 15 ára pilt þegar hún var 22 ára og þau eignuðust saman son. Ráðherra kynntist piltinum þegar hún leiddi unglingastarf.“ Ekki var skýrt hvað átt var við með "ástarsambandi", en eins og þetta var sett fram er augljóst að ályktunin sem lesendur draga er að um hafi verið að ræða kynferðislegt samband við 15 ára dreng, af hálfu fullorðinnar manneskju í yfirburðastöðu. Það er líka sá skilningur sem fjöldierlendrafjölmiðla lagði í þetta, svo RÚV ber þannig ábyrgð á því að eyðileggja, langt út fyrir landsteinana, orðspor manneskju sem ekkert hefur til saka unnið svo vitað sé. Í ljósi þess að barnið fæddist tíu og hálfum mánuði eftir að drengurinn varð 16 ára — og þar með sjálfráða og fullorðinn í skilningi laga — var útilokað fyrir RÚV að vita hvort kynlífssambandið hófst fyrr, og því verður að kalla fréttina falsfrétt, þar sem augljósi skilningurinn á því hvernig hún var fram sett hefur aldrei verið staðfestur. Auk þess hefur á engan hátt verið staðfest að Ásthildur hafi verið í einhvers konar leiðtogastöðu í viðkomandi starfi, heldur virðist það þvert á móti vera uppspuni. Í fyrstu frétt sjónvarps um málið fjallaði fréttakonan svo um núgildandi lög um börn og löglegan kynlífsaldur, allt önnur lög en giltu þegar umrædd atvik áttu sér stað, augljóslega í þeim tilgangi að gera framgöngu Ásthildar Lóu ósiðlega í hugum áheyrenda, allt byggt á óstaðfestum dylgjum. Til að bíta höfuðið af skömminni var svo langt viðtal við umrædda fréttakonu RÚV í hádegisfréttum útvarps þrem dögum eftir upphaflegu fréttirnar, þar sem hún reyndi, með dyggri aðstoð annars fréttamanns, að hvítþvo rangfærslur sínar með því að vísa til viðbragða Ásthildar, sem augljóslega sögðu ekki neitt um sannleiksgildi fréttarinnar. Ég endurtek: Fréttastofa RÚV tók drottningarviðtal við eigin starfsmann, til að breiða yfir grafalvarleg mistök, í stað þess að leiðrétta rangfærslur sínar. Augljóst er að fréttastjóri RÚV, Heiðar Örn Sigurfinnsson, ber ábyrgð á þessum fréttaflutningi, og því að hann hefur ekki verið leiðréttur. Að Heiðar Örn hafi ekkert gert í málinu í fimm daga gerir það óhjákvæmilegt að hann segi af sér sem slíkur, en verði rekinn ella. En, þar sem fréttastjórinn brást hlutverki sínu svona illilega hefði útvarpsstjórinn, Stefán Eiríksson, átt að taka af skarið og setja hann af. Að Stefán hafi ekki, allan þennan tíma, tekið í taumana þýðir augljóslega að hann veldur ekki heldur starfi sínu og verður að víkja. Segi hann ekki af sér af sjálfsdáðum verður að vona að stjórn RÚV, sem kemur saman til fundar nú á miðvikudag, setji hann af. Höfundur er ekkert sérstakt.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun