Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 15:43 Stórvirkar vinnuvélar í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Í baksýn sést álver Rio Tinto í Straumsvík sem Hafnarfjarðarbær þarf að borga bætur vegna framkvæmdanna. Vegagerðin Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum