Hafnfirðingar greiða Rio Tinto 26 milljónir vegna Reykjanesbrautar Kjartan Kjartansson skrifar 24. mars 2025 15:43 Stórvirkar vinnuvélar í framkvæmdum við tvöföldun Reykjanesbrautar. Í baksýn sést álver Rio Tinto í Straumsvík sem Hafnarfjarðarbær þarf að borga bætur vegna framkvæmdanna. Vegagerðin Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti samkomulag um að bærinn greiddi Rio Tinto rúmar 26 milljónir króna vegna lands sem var tekið undir breikkun Reykjanesbrautar. Vegagerðin neitaði að bæta fyrirtækinu landið þar sem Hafnarfjörður seldi það á sínum tíma án samþykkis. Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár. Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Landið sem Hafnarfjarðarbær ætlar nú að greiða Rio Tinto, eiganda álversins í Straumsvík, fyrir er hluti af tæpum 52 hekturum lands sem bærinn seldi fyrirtækinu, sem þá hét Alcan á Íslandi, árið 2004. Eftir að Vegagerðin tók yfir rúma 85.000 fermetra af því landi vegna framkvæmda og undirbúnings við tvöföldun Reykjanesbrautar árið 2023 neitaði hún að bæta Rio Tinto um 19.600 fermetra undir eldra vegstæði á þeim forsendum að stofnunin hefði ekki veitt samþykki sitt fyrir því að Hafnarfjarðarbær seldi landið fyrir tveimur áratugum. Því hafa Hafnarfjarðarbær og Rio Tinto nú gert með sér samkomulag um að bærinn greiði stóriðjufyrirtækinu bætur fyrir þann hluta landsins sem Vegagerðin neitaði að bæta. Miðað er við núvirt fermetraverð samkvæmt kaupsamningnum um landið frá 2004. Hafnarfjarðarbær þarf þannig að greiða Rio Tinto rúmlega 26 milljónir króna fyrir landið. Bæjarráðs samþykkti samkomulagið á fundi sínum á föstudag og vísaði því til bæjarstjórnar til endanlegrar staðfestingar. Vegagerðin sagði í febrúar að framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar miðaði vel og að útlit væri fyrir að þeim lyki á undan áætlun. Gert var ráð fyrir að þeim lyki um mitt næsta ár.
Hafnarfjörður Sveitarstjórnarmál Stóriðja Vegagerð Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira