Ætlar að gefa kerfinu verkfæri til að taka á eltihrellum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. mars 2025 19:36 Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að hingað til hafi það reynst of erfitt að fá nálgunarbann í gegn og þá hafi það of litlar afleiðingar að brjóta gegn því. Vísir/Einar Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem falið verður að yfirfara lög um nálgunarbann og nýtingu ökklabands til að auka öryggi brotaþola. Hún segir umsáturseinelti mun útbreiddara vandamál en fólk almennt geri sér grein fyrir og hún vill gefa kerfinu tæki og tól til að taka fast á þeim. Á síðasta ári voru 79 beiðnir um nálgunarbann lagðar fram. Starfshópnum er ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Honum er gert að skila tillögum um mitt þetta ár. „Þetta er miklu útbreiddara vandamál en við gerum okkur grein fyrir, það er erfitt að fá nálgunarbann í núverandi kerfi, þetta segir lögreglan mér líka sem gjarnan vill gera betur í þessum málaflokki og síðan hitt, það hefur haft allt of litlar afleiðingar þegar brotið er gegn nálgunarbanni og það á auðvitað ekki að líðast í íslensku samfélagi að fólk geti ekki verið öruggt á eigin heimili, eða á eigin vinnustað vegna þess að það sé verið að hringja, elta, sitja um, með ónot, ónæði, ógnanir og jafnvel ofbeldi. Við þurfum að gera betur hvað þetta varðar og vinnan miðar að því,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Árið 2023 voru skráðar 92 beiðnir um nálgunarbann hjá lögreglu og í fyrra voru þær 79. Horft verður til norskrar löggjafar við breytingar á hinni íslensku. „Fólk á ekki að þurfa að búa við það að verða í langan tíma fyrir ónæði, ógnunum, hótunum og raski á sínu lífi vegna þess að lögin okkar og kerfin hafa ekki verkfærin til að taka á því. Markmið mitt er að breyta þessu.“ Í hópnum munu sitja Anna Barbara Andradóttir frá ríkissaksóknara, Kristín Alda Jónsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Hildur Sunna Pálmadóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið – Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jakob Birgisson fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins og Drífa Kristín Sigurðardóttir er formaður hópsins. Hugnast að taka upp notkun ökklabands Ríkissaksóknari gaf í fyrra út þau tilmæli að nota ætti öklaband í auknum mæli þegar brotið væri ítrekað gegn nálgunarbanni. Dómsmálaráðherra hugnast vel að nota slíkt í auknum mæli. „Það er verið að elta fólk uppi, sitja um það, mæta á vinnustað, hringja á öllum tímum sólarhrings, senda skilaboð. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þannig að ökklabönd eiga og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir svona háttsemi þegar nálgunarbanni er komið á. Það sem við ætlum okkur að ná fram með þessu er að löggjöfin verði skýr og að framkvæmdin verði skýr. Svona háttsemi á ekki að líðast í samfélaginu.“ Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Starfshópnum er ætlað að yfirfara gildandi lög um nálgunarbann og brottvísun á heimili og leggja til breytingar. Honum er gert að skila tillögum um mitt þetta ár. „Þetta er miklu útbreiddara vandamál en við gerum okkur grein fyrir, það er erfitt að fá nálgunarbann í núverandi kerfi, þetta segir lögreglan mér líka sem gjarnan vill gera betur í þessum málaflokki og síðan hitt, það hefur haft allt of litlar afleiðingar þegar brotið er gegn nálgunarbanni og það á auðvitað ekki að líðast í íslensku samfélagi að fólk geti ekki verið öruggt á eigin heimili, eða á eigin vinnustað vegna þess að það sé verið að hringja, elta, sitja um, með ónot, ónæði, ógnanir og jafnvel ofbeldi. Við þurfum að gera betur hvað þetta varðar og vinnan miðar að því,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra. Árið 2023 voru skráðar 92 beiðnir um nálgunarbann hjá lögreglu og í fyrra voru þær 79. Horft verður til norskrar löggjafar við breytingar á hinni íslensku. „Fólk á ekki að þurfa að búa við það að verða í langan tíma fyrir ónæði, ógnunum, hótunum og raski á sínu lífi vegna þess að lögin okkar og kerfin hafa ekki verkfærin til að taka á því. Markmið mitt er að breyta þessu.“ Í hópnum munu sitja Anna Barbara Andradóttir frá ríkissaksóknara, Kristín Alda Jónsdóttir frá ríkislögreglustjóra, Hildur Sunna Pálmadóttir frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, Kvennaathvarfið – Linda Dröfn Gunnarsdóttir frá Kvennaathvarfinu, Jakob Birgisson fyrir hönd dómsmálaráðuneytisins og Drífa Kristín Sigurðardóttir er formaður hópsins. Hugnast að taka upp notkun ökklabands Ríkissaksóknari gaf í fyrra út þau tilmæli að nota ætti öklaband í auknum mæli þegar brotið væri ítrekað gegn nálgunarbanni. Dómsmálaráðherra hugnast vel að nota slíkt í auknum mæli. „Það er verið að elta fólk uppi, sitja um það, mæta á vinnustað, hringja á öllum tímum sólarhrings, senda skilaboð. Þetta er auðvitað ekki í lagi. Þannig að ökklabönd eiga og geta hjálpað til við að koma í veg fyrir svona háttsemi þegar nálgunarbanni er komið á. Það sem við ætlum okkur að ná fram með þessu er að löggjöfin verði skýr og að framkvæmdin verði skýr. Svona háttsemi á ekki að líðast í samfélaginu.“
Lögreglumál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stafrænt ofbeldi Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42 Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00 Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Á ekki að teljast til mannréttinda að fá að ofsækja fólk Fara á í heildstæða skoðun á notkun ökklabanda hér á landi og þá sérstaklega með tilliti til brota gegn nálgunarbanni. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir, dómsmálaráðherra, segir að ef fjármuni vanti til að kaupa ökklabönd, verði það lagað. 28. janúar 2025 23:42
Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara fyrir tæpu ári hefur enginn ennþá þurft að bera ökklaband vegna ítrekaðra brota gegn nálgunarbanni því búnaðurinn er ekki til. Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir þetta vonbrigði og spyr eftir hverju sé verið að bíða. 26. janúar 2025 21:00
Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Karlmaður á sextugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps fyrir að ráðast á fyrrverandi sambýliskonu sína á Vopnafirði. Honum er gefið að sök að hafa reynt að svipta konuna lífi, en hann er grunaður um að ráðast á hana með hættulegu verkfæri. 21. janúar 2025 11:36