Lífið

Kransa­kaka Jóa Fel án kökuforms

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Jói Fel birti uppskrift að einfaldri kransaköku á vefsíðu sinni Elda baka.
Jói Fel birti uppskrift að einfaldri kransaköku á vefsíðu sinni Elda baka.

Veitingamaðurinn Jóhannes Felixson, jafnan kallaður Jói Fel, deildi uppskrift að kransaköku sem er bökuð án kökuforms, þar sem hringirnir eru mótaðir í höndunum. Nú þegar fermingar eru á næsta leiti er tilvalið að huga að einföldum og góðum veitingum. Þessi kransakaka er bæði hátíðleg og auðveld í framkvæmd.

Kransakaka að hætti Jóa Fel

Hráefni:

900 g Odense Bagermarsipan

450 g sykur

90 g eggjahvítur

Aðferð:

Marsipan og sykri blandað rólega saman.

Eggjahvíturnar settar út í blönduna, ein í einu.

Hnoðið degiið létt í höndunum og hvílið svo í um eina klst.

Glassúr

1 eggjahvíta og nokkrir dropar af sítrónusafa. Sigtið flórsykri saman við þar tl blandan verður nægilega þykk til að geta sprautað henni í litlar rendur.

Hærið vel saman og setjið í sprautupoka.

Mótun:

Rúllið degið út í pulsu sem er aðeins þykkara en góð pylsa.

Mótið með höndum og sléttið toppinn með sléttum fleti.

Minnsti hringur er 10 cm og svo er næsti alltaf 2,5 cm stærri.

Bakið við 200° í c.a 12 mínútur, kælið hringina og sprautið glassúr yfir.


Aðferðinni deilir Jói á vefsíðu sinni eldabaka.is


Tengdar fréttir

Fermingardressið fyrir hann

Fermingarnar eru á næsta leiti og undirbúningur fyrir stóra daginn líklega kominn á fullt. Þegar kemur að fatavali drengja eru klassísk jakkaföt og ljós skyrta vinsæll kostur, á meðan aðrir kjósa frekar smartan pólóbol eða peysu við ljósar kakíbuxur. Þá hafa stílhreinir íþróttaskór notið mikilla vinsælda meðal fermingarbarna við sparifötin.

Fermingardressið fyrir hana

Fermingarnar eru á næsta leyti og börnin eru eflaust farin að leita að hinu fullkomna dressi fyrir stóra daginn. Stelpur klæðast oft ljósum flíkum í anda vorsins, en á síðustu árum hefur það færst í aukana að velja föt með smart mynstri. Hér að neðan má finna nokkrar flottar hugmyndir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.