Segist vera orðinn of gamall Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. mars 2025 11:31 George Clooney með Brad Pitt á rauða dreglinum eftir að kvikmynd þeirra Wolfs var frumsýnd í september á síðasta ári. EPA-EFE/ALLISON DINNER Bandaríski leikarinn George Clooney segist vera hættur að leika í rómantískum gamanmyndum. Hann segir ástæðuna einfaldlega vera aldurinn. Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“ Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira
Þetta kom fram í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes þar sem Clooney ræddi sitt nýjasta verkefni, hlutverk sitt í Broadway söngleiknum Good Night and Good Luck. Clooney lék síðast í rómantískri mynd árið 2022 en það var kvikmyndin Ticket to Paradise og var Clooney þar á skjánum með Juliu Roberts. „Sjáðu til, ég er orðinn 63 ára gamall. Ég ætla ekki í samkeppni við 25 ára aðalleikara. Það er ekki vinnan mín. Ég leik ekki lengur í rómantískum gamanmyndum,“ segir leikarinn meðal annars í viðtalinu. Hann fer með hlutverk blaðamannsins Edward R. Murrow í leikritinu á Broadway en athygli vakti að hann litaði heimsfræga silfurlitaða hárið brúnt fyrir hlutverkið. Glötuð handrit í tuttugu ár Clooney skaust almennilega upp á stjörnuhimininn á tíunda áratugnum og í upphafi þessarar aldar þegar hann var trekk í trekk valinn kynþokkafyllsti maður plánetunnar. Þá var hann duglegur að leika í hinum ýmsu rómantísku gamanmyndum líkt og One Fine Day með Michelle Pfeiffer árið 1996 og Intolerable Cruelty með Catherine Zeta-Jones árið 2003. Það vakti þess vegna gríðarlega athygli þegar hann og Julia Roberts brugðu sér aftur í hlutverk í rómantískri gamanmynd í Ticket to Paradise árið 2022. Julia Roberts sagði við tilefnið í viðtali við New York Times að hún hefði hafnað slíkum hlutverkum í tuttugu ár, einfaldlega vegna þess að handrit kvikmyndanna sem henni stóðu til boða að leika í hafi verið glötuð. „Fólk misskilur það stundum þannig að ég hafi ekki leikið í rómantískri gamanmynd svona lengi af því að mig langi ekki til þess,“ sagði Roberts á sínum tíma við miðilinn. „Ef ég hefði lesið eitthvað sem mér hefði fundist vera af sama kalíberi og Notting Hill eða My Best Friend's Wedding þá hefði ég leikið í því. Það var ekki til.“
Bíó og sjónvarp Hollywood Bandaríkin Mest lesið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Hera Björk mun kynna stigin Lífið Fleiri fréttir Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Sjá meira