Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 06:53 Waltz og Hegseth hafa brugðist við klúðrinu með því að gera lítið úr því og tala niður til Goldberg og jafnvel kenna honum um. AP/Alex Brandon Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, segist bera fulla ábyrgð á spjalli hæst settu embættismanna landsins á sviði öryggismála á samskiptaforritinu Signal. Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum. Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira
Eins og kunnugt er ræddu embættismennirnir yfirvofandi árásir á Húta í Jemen í spjallinu, á meðan Jeffrey Goldberg, ritstjóri Atlantic fylgdist með. Waltz, sem bauð Goldberg í spjallið, sagðist hins vegar í samtali við Fox News í gær ekki getað útskýrt hvernig það gerðist. Kallað hefur verið eftir því að Waltz og varnarmálaráðherrann Pete Hegseth segi af sér í kjölfar hneykslisins en þrátt fyrir að Waltz sagðist í gær bera ábyrgð á klúðrinu gaf hann ekki til kynna að hann ætlaði að axla hana, ef svo má að orði komast. „Þetta er vandræðalegt, já. Við ætlum að komast til botns í þessu,“ sagði þjóðaröryggisráðgjafinn í samtali við sjónvarpskonuna Lauru Ingraham. Hann hefði meðal annars rætt við Elon Musk um aðstoð. Þess ber að geta að Waltz stofnaði spjallið og bauð Goldberg þátttöku og því óljóst hvað er óljóst; hvað það er sem þarf að komast til botns í. Þegar Ingraham gekk á hann um það hvernig Goldberg hefði komist inn í hópinn svaraði Waltz: „Að sjálfsögðu sá ég ekki þennan lúser í hópnum. Hann leit út fyrir að vera einhver annar. Hvort hann gerði það viljandi eða hvort það gerðist af tæknilegum orsökum er eitthvað sem við erum að reyna að finna út úr.“ Waltz kallaði Goldberg einnig „blaðamannaúrhrak“ í viðtalinu. Spjallið er talið hafa brotið gegn ýmsum lögum og reglum sem gilda um trúnaðarsamskipti en bæði Trump og Repúblikanar hafa gert lítið úr málinu, sagt um mistök að ræða og að menn hafi lært sína lexíu. Sömu mildi hefur hins vegar ekki verið fyrir að fara gagnvart öðrum en eins og kunnugt er réðust Repúblikanar harðlega gegn Hillary Clinton þegar í ljós kom að hún hafði farið óvarlega í tölvupóstsamskiptum.
Bandaríkin Donald Trump Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Innlent Fleiri fréttir Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Sjá meira