„Eftir tæp sjö ár utan Origo er gott að koma aftur heim. Margt hefur breyst á sjö árum en það sem stendur upp úr er sú mikla gerjun sem er að eiga sér stað, mikil tækifæri og öflugt fólk sem brennur fyrir tækifærunum. Hér er allt á fullri ferð og ég hlakka til leggja mitt af mörkum,“ er haft eftir Helga í fréttatilkynningu um ráðninguna.
„Ég er glöð að fá Helga í þetta lykilhlutverk í nýju, samræmdu sölu- og markaðssviði. Helgi hefur bæði djúpan skilning á veruleika íslenskra fyrirtækja og yfirgripsmikla tækniþekkingu, sem skapar sterkan grunn fyrir árangur“, er haft eftir Lóu Báru Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- og markaðsmála hjá Origo.