Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Jón Þór Stefánsson skrifar 26. mars 2025 11:38 Teslan eyðilagðist í brunanum. Myndin er úr safni. Getty Tveir karlmenn sem eru grunaðir um að kveikja í Teslu-bíl neituðu sök í þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þriðji maðurinn, sem er líka grunaður í málinu, fékk að taka sér umhugsunarfrest til að taka afstöðu til ákærunnar. Um var að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og sá þriðji er rétttæplega tvítugur. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reynt að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir eru síðan þrír ákærðir fyrir að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Þingfestingin fór fram Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ákæru er bíllinn metinn á 5,1 milljón. Tryggingafélagið Vörður krefst þess að mennirnir greiði félaginu tæplega 2,8 milljónir. Þá krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði 538 þúsund krónur. „Það liggur fyrir að það var kveikt í bíl lögreglumanns í sumar, sem var talið tengjast starfi viðkomandi,“ sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, við Morgunblaðið í janúar 2024. Lögreglumál Tesla Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira
Um var að ræða Teslu Model 3, 2020 árgerð, sem var í eigu lögreglumanns og var kyrrstæð og mannlaus utandyra í Reykjavík um nótt og morgun í ágúst 2023, þegar atvik málsins áttu sér stað. Tveir mannanna eru á þrítugsaldri og sá þriðji er rétttæplega tvítugur. Í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum segir að einn mannanna hafi um nóttina, gegn vilyrði um greiðslu hundrað þúsund króna, gert tilraun til að valda stórfelldum skemmdum á bílnum með því að skvetta bensíni undir og á bílinn og reynt að kveikja í honum. En þá hafi það ekki tekist. Mennirnir eru síðan þrír ákærðir fyrir að kveikja í bílnum seinna um morguninn. Í ákæru segir að einn þeirra hafi skipulagt og undirbúið verkið, með því að kaupa bensín, og svo fá áðurnefndan mann sem hafði reynt að kveikja í bílnum fyrr um nóttina. Sá sem hafði reynt hafi síðan fengið þriðja manninn til liðs við sig. Saman hafi þeir farið á vettvang, skvett bensíni undir og á bílinn og svo borið eld að. Í það skipti tókst að kveikja í bílnum og hann eyðilagðist. Þingfestingin fór fram Héraðsdómi Reykjavíkur. Í ákæru er bíllinn metinn á 5,1 milljón. Tryggingafélagið Vörður krefst þess að mennirnir greiði félaginu tæplega 2,8 milljónir. Þá krefst lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu þess að mennirnir greiði 538 þúsund krónur. „Það liggur fyrir að það var kveikt í bíl lögreglumanns í sumar, sem var talið tengjast starfi viðkomandi,“ sagði Grímur Grímsson, þáverandi yfirmaður miðlægrar deildar lögreglunnar, við Morgunblaðið í janúar 2024.
Lögreglumál Tesla Reykjavík Mest lesið Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Innlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Maður féll í Vestari-Jökulsá Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Innlent Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Fleiri fréttir Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Sjá meira