Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 12:15 Réttir eru sums staðar orðnar að aðdráttarafli fyrir ferðamenn og vaxandi áhyggjur eru af velferð dýranna. Vísir/Arnar Dæmi eru um að sauðfé troðist undir og missi horn í réttum og fagráð um dýravelferð skoðar nú leiðir til að tryggja velferð dýranna. Yfirdýralæknir hjá MAST segir fjölda aðkomufólks í réttum stundum umfram fjölda fjár. Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Fagráð um dýravelferð sem starfar á grundvelli laga og er Matvælastofnun til ráðgjar um álitaefni um dýravelferð hefur á síðustu fundum sínum fjallað um meðferð sauðfjár í réttum. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, yfirdýralæknir hjá Mast og formaður ráðsins, segir bændur og eftirlitsaðila með dýravelferð hafa vaxandi áhyggjur. „Að rekstur fjár og réttir sérstaklega séu orðnir viðburðir sem á sumum stöðum á landinu eru hreinlega notaðir sem aðdráttarafl eða afþreying og skemmtun fyrir ferðamenn. Á sumum stöðum hefur földi fólks sem tekur þátt í að draga fé stundum verið umfram fjölda fjár í almenning,“ segir Þóra. Fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja býður upp á skipulagðar ferðir í réttir.vísir/Vilhelm Ekki þarf nema stutta leit til þess að sjá að réttir eru á fjölmörgum síðum sérstaklega auglýstar fyrir ferðamenn. Icelandair birtir til að mynda dagskrá fjárrétta og á vefsíðu Inspired by Iceland eru ferðamenn eindregið hvattir til þess að kíkja í réttir. Þá býður fjöldi ferðaþjónustufyrirtækja upp á skipulagðar ferðir. Brotin horn og marið fé Þóra segir aðkomufólk sem taki þátt oft hafa oft litla sem enga þekkingu og reynslu á meðferð fjár. „Svo við sjáum bæði brotin horn og marið fé, það er verið að toga í ull og í versta falli er fé og lömb að troðast undir.“ Ráðið hefur verið að kalla til ýmsa fagaðila til þess að kortleggja umfang vandans og skoða leiðir til úrbóta. Aðspurð hvort tilmæli ráðsins gætu falist í því að takmarka fjölda þeirra sem sé heimilt að taka þátt segir Þóra allt til umræðu. Málið verður tekið aftur fyrir á fundi á morgun en óvíst er hvenær niðurstaða liggur fyrir. „Allavega standa vonir til þess að niðurstaða náist tímanlega og fyrir næstu réttir þannig að hægt sé að kynna mögulegar leiðir til úrbóta,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Dýr Réttir Ferðaþjónusta Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira