Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar 26. mars 2025 13:01 Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Strandveiðar Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nýverið og margendurtekið segir Örn Pálsson, framkv.stj. LS, að 72% þjóðarinnar sé fylgjandi strandveiðum og ríkisstjórnin ætli sér nú, í þessum málaflokki, að fara að vilja þjóðarinnar. Örn veit samt, þótt hann eigi þessar tölur eftir einhverja könnun, að stór hluti þjóðarinnar hefur ekki hugmynd um það hvernig strandveiðar ganga fyrir sig og hve mikil óþarfa sóun fylgir þeim. Undirritaður ákvað því, eina ferðina enn, að skýra málið í stuttri grein ef einhver vildi fræðast um þessi mál. Veiðikerfið eins og það hefur verið: Bátur sem fengið hefur strandveiðileyfi má fara 12 róðra í hverjum mánuði. Hann má samt ekki róa föstud, laugard, og sunnudaga. Þetta þýðir m.a. að margir eiga í erfiðleikum, vegna veðurs, með að ná þessum 12 dögum. Það þýðir þá líka að menn verða að róa litlum bátum í verri veðrum sem er alls ekki til þess fallið að auka öryggi þessara aðila. Annars missa menn bara af dögum. Þetta þýðir líka að til að ná degi og menn komast ekki langt út þá fara þeir í lélegan og verðlítinn fisk bara til að fá eitthvað út úr annars ónýttum degi. Hver bátur má veiða 775 kg af ósl. þorski á hverjum róðrardegi. Ef hann kemur með meira þá þarf hann að endurgreiða fullt aflaverðmæti þess til ríkissjóðs (Fiskistofu), ásamt löndunarkostnaði o.fl. Það er nánast ómögulegt að hitta nákvæmlega á þessa vigt og því fara menn oft yfir vigtina til þess að vera öruggir um að hafa náð skammti. Þetta getur líka þýtt að ef menn hafa verið í verðlitlum fiski í byrjun dags og enda svo í dýrari fiski í lokin þá henda þeir dauðum smáfiski á heimleiðinni. Við þessa iðju hafa menn verið staðnir að verki. Þetta gera þeir til að minnka sektina sem hlýst af því að fara yfir á magninu. Ætli umrædd 72% þjóðarinnar átti sig á þessum sóðaskap? Hver bátur má hafa 4 færarúllur og má hann aðeins vera 14 tíma úr höfn og aftur í höfn. Þetta er auðvitað fáránlegt þegar það er svo líka þak á magninu. En þetta kemur sér vel fyrir hraðskreiðari báta. Þá fer styttri tími í ferðalög út og aftur heim. Hins vegar afleitt fyrir hæggenga báta. Sumir bátar ganga mest 8sm á klst. Aðrir ganga upp í 22sm á klukkustund. Þessir hraðskreiðari bátar eru eðlilega dýrari og flestir þeirra eru í eigu manna sem selt hafa frá sér kvóta og eru alveg himinlifandi yfir því að fá að koma aftur inn í kerfið til að leika sér. Þeim er skítsama um olíueyðsluna og annan kostnað og þ.a.l. afkomuna af veiðunum. Þeir eru bara komnir ,,út að leika“ í boði þess sem eitt sinn voru Vinstri Grænir og komu þessari vitleysu í gang, þá á atkvæðaveiðum líkt og Flokkur Fólksins gerði núna. Þetta eru eðlilega líka bátarnir sem hafa mestu möguleikana á að ná skammtinum. Svo er heildarpottur fyrir allan pakkann kannski 11.000 tonn. Þegar hann er búinn þá er leikurinn flautaður af. Undanfarin ár ca. viku af júlí. Þetta er því kapphlaup, bæði við tímann (klukkuna, 14 tíma reglan) og hina bátana í kerfinu. Ef þeim gengur illa þá verður heildarpotturinn drýgri. Í kapphlaupi (ólympískum veiðum) er miklu til kostað og í þessum veiðum þá er olíukostnaður helsti breytilegi kostnaðarliðurinn. Þarna er mikil sóun innbyggð í sjálft kerfið eins og gefur að skilja. Gríðarlega hátt hlutfall olíumagns per. kg. af fiski. Gangi allt upp, dagarnir 12 nást og skammtur alla daga þá getur mánaðaraflinn orðið 9,3 t. af þorski. Fari bátur með 200 olíulítra í róður, sem er sjálfssagt nærri meðaltali, þá verður mánaðareyðslan 2.400 l. á þessi 9,3 t. Þetta þýðir 258 l. á tonnið. Það hefur verið sýnt fram á það að með gáfulegra fyrirkomulagi þessara veiða má minnka olíueyðsluna um 60%. Undirritaður hefur ekkert á móti ,,strandveiðum“ og hefur tekið þátt í þeim flest árin fram að þessu, fyrst og fremst til að drýgja aðrar aflaheimildir. Einhver mynd af frelsi til handfæraveiða styður við aflamarkskerfið í heild og það er af því góða. Hitt er svo önnur saga hvernig aðferðarfræðin er. Núverandi fyrirkomulag er fiskveiðiþjóðinni til skammar. Þegar veiðarnar hafa verið stöðvaðar í júlí þá hafa verið komnir ca 12d í maí og 12 í júní og kannski 9 í júlí: samtals kannski 33d á bát þegar potturinn er búinn. Ef við breytum kerfinu í 48 daga þá mundu bætast við 15d. Þá gildir eftirfarandi reikningsdæmi ef meðaltalseyðsla er 200l. á dag og viðbótin yrði 15 dagar og bátarnir 710 (200l. X 15d. X 710 b.) Þetta eru 2,1 milljón lítrar. Kosta kannski 430 milljónir. Hvert verður kolefnissporið við brennsluna og flutninginn til landsins? Samt dettur mönnum það ennþá í hug að þetta séu umhverfisvænar veiðar. Hefur 72% þjóðarinnar verið talin trú um það? Athugið að hvað olíueyðslu varðar og smáfiskadráp þá eru handfæraveiðar alls ekki það sama og strandveiðar. Vonandi eru lesendur einhverju nær. Höfundur er sjómaður.
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun