Framlegð Alvotech aukist hratt samhliða því að tekjurnar fari í um 200 milljarða

Mikill vöxtur í sölutekjum þýddi að heildarvelta Alvotech á síðasta ársfjórðungi 2024 var nokkuð umfram spár greinenda, enda þótt rekstrarafkoman hafi verið lakari, en á sama tíma hefur félagið fært lítillega niður tekjuspá sína fyrir yfirstandandi ár þar sem verðlækkanir á hliðstæðum við Stelara hafa áhrif. Útlit er hins vegar fyrir að EBITDA-framlegðin aukist talsvert og þá hefur Alvotech gefið út nýja afkomuáætlun til meðallangs tíma sem gerir ráð fyrir að tekjurnar liðlega þrefaldist á næstu árum ásamt því rekstrarhagnaðurinn muni nema yfir 600 milljónum dala.
Tengdar fréttir

Alvotech kaupir þróunarstarfsemi Xbrane og stefnir að skráningu í Svíþjóð
Alvotech hefur haslað sér völl innan sænska líftæknigeirans, sem er einn sá stærsti á heimsvísu, með kaupum á allri þróunarstarfsemi Xbrane Biopharma ásamt fyrirhugaðri hliðstæðu félagsins fyrir nærri fjóra milljarða. Þá segist Alvotech, sem er fyrir skráð á markað á Íslandi og í Bandaríkjunum, ætla að skoða þann möguleika að skrá félagið í kauphöllina í Stokkhólmi innan fárra ára.

Tekjurnar af Stelara féllu um þriðjung með innkomu líftæknilyfja í Evrópu
Framleiðandi frumlyfsins Stelara, eitt mesta selda lyf í heimi, sá sölutekjur sínar skreppa saman um tugi prósenta utan Bandaríkjanna í lok ársins 2024 þegar keppinautar á borð við Alvotech komu inn á markaðinn í Evrópu með líftæknilyfjahliðstæður. Eftir mestu er hins vegar að slægjast á Bandaríkjamarkaði sem opnaðist í byrjun ársins fyrir hliðstæður við Stelara en hversu stóran bita þeim tekst að fá af kökunni mun meðal annars ráðast af verðstefnu Johnson & Johnson þegar nýir leikendur mæta á sviðið.

Tekjurnar umfram væntingar og gætu nálgast efri mörkin í afkomuspá Alvotech
Stjórnendur Alvotech sjá ekki ástæðu til að uppfæra afkomuáætlun sína fyrir þetta ár en eftir niðurstöðu þriðja fjórðungs, sem var nokkuð umfram væntingar greinenda, er útlit fyrir að tekjur félagsins verði í eftir mörkum þess sem áður hefur verið gefið út. Miklar sveiflur voru á hlutabréfaverði Alvotech í dag en félagið greindi meðal annars frá því að FDA hefði í reglubundinni úttekt fyrr í haust gert tvær athugasemdir við framleiðsluaðstöðuna í Reykjavík.