Sólmyrkvinn hefst skömmu eftir klukkan tíu á laugardagsmorgun og nær hámarki klukkustund síðar en þá mun tunglið hylja um 67,6 prósent af sólinni, séð frá Reykjavík.
Frá Vestfjörðum séð mun tunglið hylja um 75,3 prósent sólarinnar.
Frekari upplýsingar má finna á vefnum Icelandatnight.
Skýjaspá Veðurstofu Íslands fyrir laugardaginn lítur nokkuð vel út fyrir vestanvert landið en ekki má segja það sama um austurhluta þess.
Sólmyrkvar verða þegar tunglið varpar skugga á jörðina.